421.(12.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 16:30 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Saga Ómarsdóttir, Helga Charlotte Reynisdóttir og Lárus Gunnarsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Styrkir til íþróttamála. Mnr. 2020030061
Íþróttafulltrúi sagði frá því að almennir styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála hefðu verið lækkaðir um 50% í fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun vegna ársins 2020.
Vegna þessarar lækkunar verður lögð áhersla á að styðja frekar við ferðir einstaklinga og yngri hópa.
Grótta hefur sent ÍTS fyrirhugaðar ferðir íþróttahópa á árinu og mun ÍTS meta hvort og hve margar hópferðir verði hægt að styrkja. -
Styrkumsókn frá fimleikadeild. Mnr. 2020030055 og 2012003057.
Samþykkt að veita fjóra landsliðstyrki vegna landsliðsverkefna tveggja stúlkna í áhaldafimleikum. -
Styrkbeiðni frá knattspyrnudeild. Mnr. 2020030054.
Samþykkt að veita mfl.kvenna í knattspyrnu kr. 70 þúsund í ferðastyrk. -
Heilsuefling 65+ Janusarverkefnið. Mnr. 20200020177.
Íþróttafulltrúi sagði frá því að búið væri að semja við Janus Guðlaugsson og skrifa undir samstarfssamning um Heilsueflingu 65+ á Seltjarnarnesi. Áætlað er að fara af stað með verkefnið í lok ágúst. -
Lykiltölur sundlaugar. Mnr. 202030056
Íþróttafulltrúi fór yfir aðsóknartölur sundlaugar sem fram koma í ársskýrslu 2019.
Fundi slitið kl. 18:00.