Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson, Valgerður Janusardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.
Gestir: Jórunn Þóra Sigurðardóttir og Berglind Pétursdóttir frá fimleikadeild
Ritari fundar Árni Einarsson.
Dagskrá:
1. Verkframkvæmdir Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness.
2. Samskipti Gróttu og grunnskóla.
3. Önnur mál.
a) Styrkbeiðni frá skíðadeild.
b) Styrkbeiðni frá björgunarsveitinni Ársæli.
c) Styrkbeiðni frá sunddeild KR
d) Styrkbeiðni vegna þátttöku á heimsmeistarakeppni matreiðslumanna.
e) Styrkbeiðni vegna skráningu baðlauga.
1. Fulltrúar fimleikadeildar ræddu óskir sínar um bætta aðstöðu fyrir fimleikaiðkun.
2. Rætt um samskipti Gróttu og grunnskóla.
3. a. Samþykkt að styrkja útgáfu afmælisblaðs deildarinnar með 50 þúsund krónum.
b. Beiðni lögð fram, verður rædd á næsta fundi.
c. Samþykkt að verða við erindi deildarinnar með 150 þúsund krónum.
d. Samþykkt að veita 30 þúsund króna þjálfunarstyrk.
e. ÆSÍS getur ekki orðið við erindinu.
Fundi slitið kl.18.45.