419.(10.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 4. desember 2019 kl. 16:30 í vallarhúsi.
Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Saga Ómarsdóttir, Helga Charlotte Reynisdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Dagbjört H. Kristinsdóttir.
Forföll boðaði Lárus Gunnarsson.
Fulltrúi ungmennaráðs mætti ekki á fundinn.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Fjárhagsáætlun Gróttu 2020. Mnr. 2019120099.
Sigríður formaður og Kristján Hilmir sögðu frá vinnu þeirra er þau rýndu áætlanir deilda og óskuðu eftir skýringum á ýmsum liðum sem fulltrúar deilda Gróttu svöruðu. Farið var gaumgæfilega í alla liði allra deilda og í framhaldinu óskað eftir að áætlanir bærust á réttum tíma og væru samræmdar í eins form þegar þeim er skilað til ÍTS.
Einnig var rætt um fundi með knattspyrnudeild vegna undirbúnings á keppni mfl.karla í Pepsí deild á næsta ári. Bæta þarf við sætum áhorfendapalla, aðstöðu fyrir fréttamiðla ásamt aðgengi að vellinum. Seltjarnarnesbær mun vinna með félaginu svo hægt verði að leika heimaleiki á vellinum.
Saga Ómarsdóttir sat fundinn ekki undir þessum lið. -
Styrkumsókn vegna æfinga- og keppnisferðar til Spánar. Mnr. 2019120100.
Samþykkt að veita mfl.karla í handknattleik kr. 140 þúsund í ferðastyrk.
-
Styrkumsókn vegna æfinga og keppnisferðar til Þýskalands. Mnr. 2019120101.
Samþykkt að veita 3.karla í handknattleik kr. 140 þúsund í ferðastyrk.
-
Styrkumsókn vegna kaupa á nuddbekk. Mnr. 2019120102.
Því miður er ekki hægt að verða við erindinu. -
Styrkumsókn vegna æfingaferðar í golfi til Spánar. Mnr. 2019120103.
Samþykkt að veita 30 þúsund króna styrk vegna ferðarinnar.
-
Kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness 2019. Mnr. 2019120104.
Ákveðið var að halda kjörið fimmtudaginn 30.janúar 2020 í Félagsheimilinu kl. 17:00.
-
Tómstundastyrkir ÍTS. Mnr. 2019110037.
Rætt um að einfalda afgreiðslu tómstundastyrkjanna. Sviðsstjóra falið að skoða málið í framhaldinu.
Fundi slitið kl. 18:00.