Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

21. október 2019

418.(9.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn mánuudaginn 21. október 2019 kl. 16:30 í íþróttahúsi.

Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Hákon Jónsson, Saga Ómarsdóttir og áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Eva Kolbrún Kolbeins.

Forföll boðaði Helga Charlotte Reynisdóttir og Lárus Gunnarsson.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Ferðastyrkur vegna ferða til Svíþjóðar. Mnr. 2019100193.
    Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.

  2. Styrkir til meistarafl.karla og kvenna í knattspyrnu. Mnr. 2019110036.

    Formaður fór yfir styrkveitingar til meistaraflokka knattspyrnu. Veittur var 500.000 kr. styrkur til hvors liðs vegna framúrskarandi árangurs á uppskeruhátíð liðanna laugardaginn 21. september 2019.

  3. Tilhögun tómstundastyrkja. Mnr. 2019110037.

    Rætt um að gera tómstundastyrkina aðgengilegri á rafrænu formi. Hugmynd um að framkvæmdin verði á þann hátt að þegar æfingagjald er greitt til aðildarfélaga fær iðkandinn sjálfkrafa frádrátt frá því sem tómstundastyrknum nemur og félagið innheimtir upphæðina hjá Seltjarnarnesbæ.

    Einnig var rætt um að bærinn auglýsi tómstundastyrkina betur.

  4. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2020. Mnr.
    Íþróttafulltrúi fór yfir helstu áherslur fjárhagsáætlunar 2020.

Fundi slitið kl. 18:00.

Meginmál

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?