415.(6.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 6. mars 2019 kl. 16:15 á bæjarskrifstofunni .
Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Hákon Jónsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.
Áhreyrnarfulltrúi ungmennaráðs Ásgeir Arnarson
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080.
Sviðsstjóri sagði frá því að fimleikasalurinn yrði tilbúinn um 23. mars til uppsetningar á áhöldum. Skil á verkinu í heild eru miðuð við 1.apríl.
-
Styrkbeiðni vegna ferðar fimleikadeildar til Portúgals. Mnr. 02019030029.
Samþykkt að veita þremur stúlkum kr. 30 þúsund hverri vegna ferðarinnar.
-
Styrkbeiðni vegna ferðar fimleikadeildar til USA. Mnr. 2019030030.
Samþykkt að veita kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.
-
Styrkbeiðni vegna ferðar mfl.kv. í knattspyrnu til Svíþjóðar. Mnr. 2019030031.
Samþykkt að veita kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.
-
Styrkbeiðni vegna ferðar mfl.ka. í knattspyrnu til Spánar. Mnr. 2019030037.
Samþykkt að veita kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar. -
Styrkbeiðni vegna heimaleikja handknattleiksdeildar. Mnr. 2019030032.
Því miður er ekki hægt að verða við erindinu.
-
Styrkbeiðni vegna aðstöðu blaðamanna við knattspyrnuvöll. Mnr. 2019030033.
Þar sem mfl. karla vann sig upp í Inkasso deildina þarf betri aðstöðu fyrir blaðamenn. Samþykkt að Grótta sjái um að leigja gám á kostnað bæjarins.
-
Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðs til Þýskalands. Mnr. 2019030034.
Því miður er ekki hægt að verða við erindinu. -
Farið yfir vinnslu á rafrænum umsóknum. Mnr. 2019030035.
Formaður lagði til að færa allar styrkbeiðnir til málaflokksins í rafrænt form. Kristjáni Hilmi falið að koma með tillögur að eyðublaðaformi. -
Heimsókn ÍTS til aðildarfélaga bæjarins. Mnr. 2019030036.
Formaður lagði til að nefndarmenn ÍTS óskuðu eftir fundum við öll aðildarfélög sem þiggja styrki af Seltjarnarnesbæ á næstu vikum. Íþróttafulltrúa falið að leggja til fundadaga.
-
Skil á fundagögnum ÍTS. Mnr. 2019030038.
Að gefnu tilefni er aðildarfélögum og öðrum bent á að skil á styrkbeiðnum eða öðrum málum sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á fundum ÍTS þurfa að berast a.m.k. þremur sólarhringum fyrir fund samkvæmt fundatímum á heimasíðu bæjarins. -
Heilsueflandi samfélag. Mnr. 2018090137.
Eftirfarandi verkefni hafa farið af stað vegna verkefnisins:
Hreyfispjöldum dreift til allra Seltirninga 75 ára og eldri.
Öllum bæjarstarfsmönnum boðið uppá heilsufarsmælingar.
Seglum um matarræði dreift til allra leikskólabarna. -
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.
Launatölur lagðar fram.
-
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
-
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.
-
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Fundi slitið kl. 17:00.