Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

06. mars 2019

415.(6.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 6. mars 2019 kl. 16:15 á bæjarskrifstofunni .

Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Hákon Jónsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.

Áhreyrnarfulltrúi ungmennaráðs Ásgeir Arnarson

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080.

    Sviðsstjóri sagði frá því að fimleikasalurinn yrði tilbúinn um 23. mars til uppsetningar á áhöldum. Skil á verkinu í heild eru miðuð við 1.apríl.

  2. Styrkbeiðni vegna ferðar fimleikadeildar til Portúgals. Mnr. 02019030029.

    Samþykkt að veita þremur stúlkum kr. 30 þúsund hverri vegna ferðarinnar.

  3. Styrkbeiðni vegna ferðar fimleikadeildar til USA. Mnr. 2019030030.

    Samþykkt að veita kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.

  4. Styrkbeiðni vegna ferðar mfl.kv. í knattspyrnu til Svíþjóðar. Mnr. 2019030031.

    Samþykkt að veita kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.

  5. Styrkbeiðni vegna ferðar mfl.ka. í knattspyrnu til Spánar. Mnr. 2019030037.
    Samþykkt að veita kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.

  6. Styrkbeiðni vegna heimaleikja handknattleiksdeildar. Mnr. 2019030032.

    Því miður er ekki hægt að verða við erindinu.

  7. Styrkbeiðni vegna aðstöðu blaðamanna við knattspyrnuvöll. Mnr. 2019030033.

    Þar sem mfl. karla vann sig upp í Inkasso deildina þarf betri aðstöðu fyrir blaðamenn. Samþykkt að Grótta sjái um að leigja gám á kostnað bæjarins.

  8. Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðs til Þýskalands. Mnr. 2019030034.
    Því miður er ekki hægt að verða við erindinu.

  9. Farið yfir vinnslu á rafrænum umsóknum. Mnr. 2019030035.
    Formaður lagði til að færa allar styrkbeiðnir til málaflokksins í rafrænt form. Kristjáni Hilmi falið að koma með tillögur að eyðublaðaformi.

  10. Heimsókn ÍTS til aðildarfélaga bæjarins. Mnr. 2019030036.

    Formaður lagði til að nefndarmenn ÍTS óskuðu eftir fundum við öll aðildarfélög sem þiggja styrki af Seltjarnarnesbæ á næstu vikum. Íþróttafulltrúa falið að leggja til fundadaga.

  11. Skil á fundagögnum ÍTS. Mnr. 2019030038.
    Að gefnu tilefni er aðildarfélögum og öðrum bent á að skil á styrkbeiðnum eða öðrum málum sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á fundum ÍTS þurfa að berast a.m.k. þremur sólarhringum fyrir fund samkvæmt fundatímum á heimasíðu bæjarins.

  12. Heilsueflandi samfélag. Mnr. 2018090137.
    Eftirfarandi verkefni hafa farið af stað vegna verkefnisins:
    Hreyfispjöldum dreift til allra Seltirninga 75 ára og eldri.
    Öllum bæjarstarfsmönnum boðið uppá heilsufarsmælingar.
    Seglum um matarræði dreift til allra leikskólabarna.

  13. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.

    Launatölur lagðar fram.

  14. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  15. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.

  16. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Fundi slitið kl. 17:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?