409. (34.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 8:10 í íþróttahúsinu.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir og Rán Ólafsdóttir.
Ásgeir Bjarnason og Guðmundur Ari Sigurjónsson boðuðu forföll auk þess sem fulltrúa Ungmennaráðs vantaði á fundinn.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála. -
Endurskoðun á reglum ÍTS. Mnr. 2018020081.
Samþykktar voru nokkrar orðalags breytingar á reglunum. ÍTS þakkar Rán fyrir góða vinnu við breytingarnar.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Spánar. Mnr. 2018050141.
Samþykkt að veita 2.flokki kvenna í Gróttu/KR í knattspyrnu 140 þúsund króna styrk vegna ferðarinnar, í samræmi við reglur ÍTS.
-
Styrkumsókn vegna USA cup. Mnr. 2018050142.
Samþykkt að veita 3. flokki karla í knattspyrnu kr. 140 þúsund í styrk vegna ferðar liðsins á USA-Cup vegna ferðarinnar, í samræmi við reglur ÍTS. -
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Hamar í Noregi. Mnr. 2018050184.
Samþykkt að veita Elínu Eir Andersen, Sigurði Inga Sigurðssyni og Auði Höllu Rögnvaldsdóttur kr. 30 þúsund hverju vegna ferðarinnar, í samræmi við reglur ÍTS. Þetta efnilega sundfólk af Seltjarnarnesi æfir með sunddeild KR. Formaður vék af fundi við afgreiðsluna.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar á Eurogym í Belgíu. Mnr. 2018050187.
Samþykkt að veita fimleikadeild Gróttu 140 þúsund krónur vegna ferðar þeirra á Eurogym í Belgíu, í samræmi við reglur ÍTS.
-
Styrkumsókn vegna æfingaferðar til USA. Mnr. 2018050188.
Samþykkt að veita fimleikadeild Gróttu 140 þúsund krónur vegna þátttöku í Camp Woodward æfingabúðum í Pennsylvaníu.
-
Heilsudagar á Seltjarnarnesi. Mnr. 2018030017.
Sigríður sagði frá hvernig heilsudagar 2018 hefðu gengið. Veðrið setti eitthvað strik í reikninginn í mætingu en dagskráin var fjölbreytt og góð. Heilsu dagar eru nú fastur liður í dagskrá ÍTS á hverju voru. Sigríði var hrósað fyrir að hafa haldið afar vel utan um þessa dagskrá og skipulagningu fyrir hönd nefndarinnar.
-
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.
Launatölur lagðar fram. Launareikningurinn er kominn framyfir áætlun. Sviðsstjóri fór yfir ástæður þess.
-
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
-
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.
-
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Um var að ræða lokafund nefndarinnar. Formaður þakkaði nefndarmönnum fyrir ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Jafnframt þakkaði nefndin Hauki Geirmundssyni sérstaklega fyrir sín störf.
Fundi slitið kl. 9:00.