408. (33.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 12. apríl kl. 8:10 í íþróttahúsinu.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rán Ólafsdóttir og Jóhann Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.
-
Lokun sundlaugar. Mnr. 2018020079.
Sviðsstjóri fór yfir verkþætti sem unnir verða í lokuninni. Vinna við klæðningu á gangi búningsklefa World Class í kjallara er hafin.
-
Endurskoðun á reglum ÍTS. Mnr. 2018020081.
Breytingartillögur voru ræddar til að vinna með áfram. Formanni falið að koma með lokatillögur fyrir næsta fund.
-
Erindi frá Gróttu. Mnr. 2016120049.
ÍTS styður að styrkur bæjarins verði hækkaður til jafns við aðra meistaraflokka félagsins, enda aðlögunartími liðinn og góð reynsla kominn á starfið. Grótta og forsvarsmenn meistaraflokks kvenna eiga hrós skilið fyrir framtak sitt og hversu vel hefur til tekist. ÍTS leggur áherslu á að endurskoðaðri fjárhagsáætlun frá knattspyrnudeild verði skilað með umsókn inní bæjarráð.
-
Styrkbeiðni vegna ferðar til USA. Mnr.
Samþykkt að veita 3. flokki kvenna Gróttu/KR kr. 140 þúsund í styrk vegna ferðar liðsins á USA-Cup, í samræmi við reglur ÍTS. -
Styrkbeiðni vegna ferða til Danmerkur. Mnr.
Samþykkt að veita 4.flokki Gróttu/KR vegna keppnisferðar liðsins til Hjorring.
-
Heilsudagar á Seltjarnarnesi. Mnr. 2018030017.
Sigríður og Haukur sögðu frá undirbúningi Heilsudaga 2018.
-
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.
Launatölur lagðar fram. Launareikningurinn er kominn framyfir áætlun. Sviðsstjóri falið að greina helstu frávik og skila niðurstöðum á næsta fundi.
-
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
-
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram. Sviðstjóri mun á næsta fundi gera grein fyrir ósamræmi í aðsókn og tekjum í mars 2018.
-
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Fundi slitið kl. 9:00.