407. (32.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 5. mars kl. 8:15 í íþróttahúsinu.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rán Ólafsdóttir og Jóhann Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála í verkframkvæmdum.
-
Styrkbeiðni vegna ráðstefnu UMFÍ. Mnr. 2018030016.
Samþykkt að veita ungmennaráði bæjarins kr. 45 þúsund króna styrk til að sækja ráðstefnu á vegum UMFÍ um málefni ungs fólks á aldrinum 18-25 ára.
-
Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Spánar. Mnr. 2018030015.
Samþykkt að veita meistaraflokki karla í knattspyrnu kr. 140 þúsund króna styrk vegna æfinga- og keppnisferðar liðsins í samræmi við reglur ÍTS.
-
Endurskoðun á reglum ÍTS. Mnr. 2018020081.
Breytingar á reglum ÍTS ræddar. Ákveðið að fara í lítilsháttar breytingar, ekki síst orðalagi á reglunum. Guðmumndi Ara og Rán falið að koma með breytingatillögur á næsta fund ÍTS.
-
Íþrótta- tómstunda og lýðheilsustefna. Mnr. 2017030026.
Formaður lagði fram nýjustu stöðu á aðgerðaráætluninni. Eftir stendur að setja upp útiæfingatæki við íþróttahús og setja á fót formlega lýðheilsuhóp. Að öðru leiti er framkvæmd Íþrótta- tómstunda- og lýðheilsustefna bæjarins að fullu í framkvæmd í samræmi við stefnu sem mörkuð var árið 2014 í samráði við bæjarbúa.
-
Heilsudagar á Seltjarnarnesi. Mnr. 2018030017.
Stefnt er að því að halda Heilsudaga líkt og undanfarin ár. Sigríði og Hauki falið að koma með drög að dagskrá í samráði við aðildarfélög bæjarins.
-
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.
Launatölur lagðar fram og eru á áætlun.
-
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
-
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.
-
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Fundi slitið kl. 9.30.