Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Nökkvi Gunnarsson, Þór Sigurgeirsson, Linda Þorláksdóttir og Haukur Geirmundsson.
Ritari fundar Árni Einarsson.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun ÆSÍS 2005
2. Íþróttafélagið Grótta
3. Önnur mál.
1. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 lögð fram og rædd. Kostnaður vegna viðhalds í áætluninni miðast við fastan viðhaldskostnað en ekki gert ráð fyrir uppsafnaðrar þörf fyrir viðhald og endurbætur, en gert ráð fyrir að þær falli undir fyrirhugaðar endurbætur á sundlauginni og baðaðstöðu í íþróttahúsi.
Umræðum um lið 06-820 í áætluninni frestað þar sem gögn lágu ekki fyrir.
2. Lagt fram bréf, dags. 2. júní sl., frá gjaldkera handknattleiksdeildar Gróttu þar sem ítrekuð er beiðni frá árinu 2003 um endurskoðun á styrk deildarinnar vegna aukins kostnaðar við rekstur 2. og 3. flokka karla og kvenna. Á fundi ÆSÍS og handknattleiksdeildar sl. sumar um málið samþykkti ÆSÍS að taka tillit til erindisins við afgreiðslu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2004. ÆSÍS samþykkir 1,5 millj. styrk í formi eingreiðslu til deildarinnar fyrir yfirstandandi ár af lið 06-820-9910 vegna þessa.
Samþykkt að veita knattspyrnudeild Gróttu styrk að upphæð 500 þúsund krónur af sama lið vegna vallarleigu og meistaraflokks karla.
Fundi frestað kl. 18.45 þar til frekari gögn liggja fyrir vegna fjárhagsáætlunar.
Ásgerður Halldórsdóttir Sjöfn Þórðardóttir Árni Einarsson
(sign) (sign) (sign)
Nökkvi Gunnarsson Þór Sigurgeirsson
(sign) (sign)