Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

27. október 2017

403. (28.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 27. október 2017 kl. 8:00 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir, Guðmundur Ari og fulltrúi ungmennaráðs.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Stækkun íþróttahúss. Mnr. 2017020055.
    Sviðsstjóri sagði frá því að verið væri að rýna útboðsgögn af óháðum fagaðila. Líklegt er að þau verði tilbúin til auglýsingar í nóvember.
  2. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130
    Launatölur lagðar fram og eru á áætlun.
  3. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081
    Staða tómstundastyrkja lögð fram.
  4. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.
    Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.
  5. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
  6. Björgunarsveitin Ársæll heimsókn. Mnr. 2017060075.
    Karl Ingi Björnsson mætti á fundinn og kynnti starf unglingadeildarinnar Árnýjar sem er elsta unglingadeild björgunarsveitar á landinu. Karl kynnti heimsókn sveitarinnar til björgunarsveitar í Þýskalandi, og komu þeirra til Íslands. ÍTS styrkti fjáröflun sveitarinnar vegna þessa. Áhugavert starf sem vert er að auglýsa betur fyrir ungmennum á Seltjarnarnesi í gegnum félagsmiðstöðina Selið.
  7. Opnunartímar sundlaugar. Mnr. 2017060072
    Verið er að kostnaðarmeta rýmri opnunartíma sundlaugar. Launadeild bæjarins sinnir því kostnaðarmati.
  8. Fjárhagsáætlun Gróttu. Mnr. 2016100040
    Lagt fram til kynningar, enn vantar fjárhagsætlun frá meistaraflokki Gróttu í handbolta og sviðsstjóra falið að reka á eftir henni.
  9. Afreksmannastyrkur ÍTS. Mnr. 2017100148.
    Formaður fór yfir reglur Afreksmannasjóðsins, sem samþykktar voru í fyrra. Fanney Hauksdóttir hlýtur 100.000 kr. styrk úr sjóðnum í samræmi við reglur hans, en úthlutað er úr sjóðnum við kjör á Íþróttamanni/konu Seltjarnarness í janúar. ÍTS óskar Fanneyju hjartanlega til hamingju með Evrópumeistaratitil sinn. Sviðsstjóra er falið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í næsta blaði Nesfrétta og á heimasíðu bæjarins.

Fundi slitið kl. 9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?