403. (28.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 27. október 2017 kl. 8:00 í íþróttahúsinu.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir, Guðmundur Ari og fulltrúi ungmennaráðs.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Stækkun íþróttahúss. Mnr. 2017020055.
Sviðsstjóri sagði frá því að verið væri að rýna útboðsgögn af óháðum fagaðila. Líklegt er að þau verði tilbúin til auglýsingar í nóvember. - Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130
Launatölur lagðar fram og eru á áætlun. - Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081
Staða tómstundastyrkja lögð fram. - Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram. - Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja. - Björgunarsveitin Ársæll –heimsókn. Mnr. 2017060075.
Karl Ingi Björnsson mætti á fundinn og kynnti starf unglingadeildarinnar Árnýjar sem er elsta unglingadeild björgunarsveitar á landinu. Karl kynnti heimsókn sveitarinnar til björgunarsveitar í Þýskalandi, og komu þeirra til Íslands. ÍTS styrkti fjáröflun sveitarinnar vegna þessa. Áhugavert starf sem vert er að auglýsa betur fyrir ungmennum á Seltjarnarnesi í gegnum félagsmiðstöðina Selið. - Opnunartímar sundlaugar. Mnr. 2017060072
Verið er að kostnaðarmeta rýmri opnunartíma sundlaugar. Launadeild bæjarins sinnir því kostnaðarmati. - Fjárhagsáætlun Gróttu. Mnr. 2016100040
Lagt fram til kynningar, enn vantar fjárhagsætlun frá meistaraflokki Gróttu í handbolta og sviðsstjóra falið að reka á eftir henni. - Afreksmannastyrkur ÍTS. Mnr. 2017100148.
Formaður fór yfir reglur Afreksmannasjóðsins, sem samþykktar voru í fyrra. Fanney Hauksdóttir hlýtur 100.000 kr. styrk úr sjóðnum í samræmi við reglur hans, en úthlutað er úr sjóðnum við kjör á Íþróttamanni/konu Seltjarnarness í janúar. ÍTS óskar Fanneyju hjartanlega til hamingju með Evrópumeistaratitil sinn. Sviðsstjóra er falið að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn í næsta blaði Nesfrétta og á heimasíðu bæjarins.
Fundi slitið kl. 9:15.