401. (26.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 7. sept. kl. 8:15 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Guðmudur Ari Sigurjónsson, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir.
Fulltrúi ungmennaráðs Jóhann Þór Gunnarsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson
-
Stækkun íþróttahúss. Mnr. 2017020055.
Sviðsstjóri fór yfir gang mála. Verið er að leggja lokahönd á hönnunargögn svo hægt sé að setja verkið í útboð. Stefnt er að því núna í september. Ábending kom fram um að huga þarf að aðstöðu fyrir blaðamenn og aðgengi áhorfenda.
-
Sundlaugarmál – rennibraut. Mnr. 2017060073.
Farið yfir frágang rennibrautar og yfirstandandi vinnu við brautarlaugina.
-
Ársuppgjör Gróttu. Mnr. 2017060074.
Ársreikningar deilda Gróttu ræddir. ÍTS þakkar Gróttu fyrir greinargóða reikninga og sérlega áhugaverðar ársskýrslur deilda.
-
Styrkbeiðni vegna U-21 í handknattleik. Mnr. 2017090083
Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni kr. 60 þúsund vegna HM í Alsír.
-
Styrkbeiðni vegna U-19 í handknattleik. Mnr. 2017070050.
Samþykkt að veita Elínu Helgu Lárusdóttur kr. 30 þúsund vegna landsliðsferðar til Svíþjóðar.
-
Styrkbeiðni vegna U-16 í körfuknattleik. 2017050071.
Samþykkt að veita Eygló Kristínu Óskarsdóttur kr. 30 þúsund vegna landsliðsferðar í körfuknattleik.
-
Styrkbeiðni vegna U-21 í handknattleik. Mnr. 2017070187.
Samþykkt að veita Þorgeiri Bjarka Davíðssyni kr. 60 þúsund vegna HM í Alsír.
-
Styrkbeiðni vegna U-19 í handknattleik. Mnr. 2017090045
Samþykkt að veita Lovísu Thompson kr. 30 þúsund vegna landsliðsferðar til Svíþjóðar -
Styrkbeiðni vegna heimaleikjar meistaraflokks í knattspyrnu. Mnr. 2017090087.
Beiðni knattspyrnudeildar um að ÍTS bjóði bæjarbúum á heimaleik meistaraflokks í knattspyrnu í tilefni bæjarhátíðar lögð fram. Samþykktur 200 þúsund króna styrkur. -
Lýðheilsugöngur á Seltjarnarnesi. Mnr. 2016090080
Sviðsstjóri sagði frá verkefni á vegum Ferðafélags Íslands og Landlæknisembættisins sem snýst um að fá sveitarfélög til þess að standa fyrir lýðheilsugöngum fyrir íbúa síns sveitarfélags. Gengið verður alla miðvikudaga í september og fengnir verða aðilar í hverri göngu til að vera með fræðsluerindi.
-
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130
Lagðar voru fram launatölur sundlaugar.
-
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
-
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.
-
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Fundi slitið kl. 9:00.