399. (24.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 8:00 í íþróttamiðstöðinni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir.
Fulltrúi Ungmennaráðs mætti ekki.
Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.
-
Íþrótta- tómstunda og lýðheilsustefna ÍTS. Mnr. 2017030026.
Formaður fór yfir uppfærða aðgerðaráætlun og yfir það sem útaf stendur. Stofnun Þekkingaráðs er nú komið í farveg hjá Skólanefnd. Íþróttafulltrúa falið að undirbúa stofnun lýðheilsuhóps og skoða útiæfingatæki.
-
Yfirlýsing um samstarf Gróttu og KR. Mnr. 2017030027.
Frestað til næsta fundar.
-
Sumarbæklingur ÍTS. Mnr. 2017040115.
Sumarbæklingur ÍTS er kominn á heimasíðu bæjarins með upplýsingum um það sem er í boði yfir sumartímann á Seltjarnarnesi í námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga. Huga má að því að gera bæklinginn meira aðlaðandi á heimasíðunni. Mikilvægt er að frétt um námskeiðin birtist á heimasíðunni og að sent verði í gegnum Mentor.
-
Beiðni til ÍTS frá Gróttu. Mnr. 2017040118.
Vegna aðstöðuleysis fyrir blaðamenn á Vivaldi vellinum óskar Grótta eftir því við ÍTS að bærinn komi upp aðstöðu og nefnir í því sambandi leigu á skrifstofugámi. Íþróttafulltrúa falið að hafa samband við KSÍ og fær kröfur sambandsins um aðstöðu blaðamanna.
-
Stækkun íþróttahúss – staða. Mnr. 2017020055.
Farið var yfir hvernig undirbúningurinn gengur. ÍTS óskar eftir nánari upplýsingum um þær breytingar sem hafa orðið á innra skipulagi, ekki síst sem snýr að búningsklefum og félagsaðstöðu. Mikilvægt er að samstaða sé um þetta þetta mál innan allra deilda Gróttu.
-
Heisluvika 4. – 7.maí. Mnr. 2017030080.
Boðið er uppá glæsilega dagskrá frá aðildarfélögum bæjarins á sviði íþrótta og afþreyingar. Búið er að gera auglýsingu í Nesfréttir og dreifibréf sem borið verður á öll heimili á Seltjarnarnesi á næstu dögum, en ÍTS stendur straum af því að kynna það sem boðið er uppá. Sigríði varaformanni og Hauki þakkað fyrir glimrandi undirbúning.
-
Hlaupakort. Mnr. 2017040116.
Til stendur að setja hlaupakort af göngu og hlaupaleiðum á Seltjarnarnesi á heimasíðu bæjarins þar sem það er aðgengilegt öllum.
-
Afmæli Gróttu. Mnr. 2017040117.
ÍTS óskar Gróttu til hamingju með afmælið og frábæra afmælishátíð.
-
Launatölur – staðan. Mnr. 201509180.
Sviðsstjóri lagði fram launatölur sundlaugar.
-
Samtala tómstundastyrkja 2017. Mnr. 2016010112.
Farið yfir stöðu tómstundastyrkja.
-
Ýmsir styrkir - staða Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum.
-
Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2017. Mnr. 2016030067.
Sundlaugartölur yfirfarnar. ÍTS lýsir ánægju sinni með mjög góða aðsókn í laugina. Sviðstjóri sagði frá því að ný rennibraut verður sett upp og lyfta fyrir fatlaða í árlegri yfirhalningu núna í maí, en þá verður laugin lokuð í nokkra daga.
Fundi slitið kl. 9:30.