Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

09. mars 2017

398. (23.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 8:00 í íþróttamiðstöðinni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir.

Forföll: Rán Ólafsdóttir. Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

  1. Íþrótta- tómstunda og lýðheilsustefna ÍTS. Mnr. 2017030026.

    Formaður fór yfir uppfærða aðgerðaráætlun og farið yfir það sem útaf stendur.

  2. Yfirlýsing um samstarf Gróttu og KR. Mnr. 2017030027

    Farið yfir viljayfirlýsingu um samstarf Gróttu og KR. Sviðsstjóra falið að ræða við fulltrúa Gróttu um viljayfirlýsinguna leggja fram minnisblað á næsta fundi um núverandi samstarf og möguleika á samstarfi.

  3. Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Bandaríkjanna. Mnr. 2017030028

    Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.

  4. Styrkbeiðni vegna ferðar U-19 til Spánar. Mnr. 2017030023.

    Samþykkt að veita Lovísu Thompson kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.

  5. Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Svíþjóðar. Mnr. 2017030081

    Samþykkt að veita 2. flokki karla í knattspyrnu kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.

  6. Styrkbeiðni vegna ferða U19 til Spánar. Mnr. 2017030023

    Samþykkt að veita Selmu Þóru Jóhannsdóttur kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.

  7. Heilsuvika ÍTS. Mnr. 2017030080

    Farið yfir heilsudagana sem haldnir voru síðast í maí 2015. Ákveðið að halda heilsuviku dagana 4.- 6.maí 2017. Sigríður Sigmarsdóttir varaformaður og Haukur sjá um skipulagninguna.

  8. Stækkun íþróttahúss – staða. Mnr. 2017020055

    Sviðsstjóri upplýsti fulltrúa ÍTS um stöðu mála.

  9. Launatölur – staðan. Mnr. 201509180.

    Sviðsstjóri lagði fram launatölur sundlaugar 2016.

  10. Samtala tómstundastyrkja 2016. Mnr. 2016010112.

    Farið yfir stöðu tómstundastyrkja.

  11. Rafrænar umsóknir teknar í notkun í mars. Mnr. 2016030039.

    Formaður fór yfir stöðu mála í rafrænum umsóknum.

  12. Ýmsir styrkir - staða Mnr. 20160030068.

    Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum.

  13. Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.

    Sundlaugartölur yfirfarnar.

Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?