398. (23.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 9. mars 2017 kl. 8:00 í íþróttamiðstöðinni.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir.
Forföll: Rán Ólafsdóttir. Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.
-
Íþrótta- tómstunda og lýðheilsustefna ÍTS. Mnr. 2017030026.
Formaður fór yfir uppfærða aðgerðaráætlun og farið yfir það sem útaf stendur.
-
Yfirlýsing um samstarf Gróttu og KR. Mnr. 2017030027
Farið yfir viljayfirlýsingu um samstarf Gróttu og KR. Sviðsstjóra falið að ræða við fulltrúa Gróttu um viljayfirlýsinguna leggja fram minnisblað á næsta fundi um núverandi samstarf og möguleika á samstarfi.
-
Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Bandaríkjanna. Mnr. 2017030028
Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.
-
Styrkbeiðni vegna ferðar U-19 til Spánar. Mnr. 2017030023.
Samþykkt að veita Lovísu Thompson kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.
-
Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Svíþjóðar. Mnr. 2017030081
Samþykkt að veita 2. flokki karla í knattspyrnu kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.
-
Styrkbeiðni vegna ferða U19 til Spánar. Mnr. 2017030023
Samþykkt að veita Selmu Þóru Jóhannsdóttur kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.
-
Heilsuvika ÍTS. Mnr. 2017030080
Farið yfir heilsudagana sem haldnir voru síðast í maí 2015. Ákveðið að halda heilsuviku dagana 4.- 6.maí 2017. Sigríður Sigmarsdóttir varaformaður og Haukur sjá um skipulagninguna.
-
Stækkun íþróttahúss – staða. Mnr. 2017020055
Sviðsstjóri upplýsti fulltrúa ÍTS um stöðu mála.
-
Launatölur – staðan. Mnr. 201509180.
Sviðsstjóri lagði fram launatölur sundlaugar 2016.
-
Samtala tómstundastyrkja 2016. Mnr. 2016010112.
Farið yfir stöðu tómstundastyrkja.
-
Rafrænar umsóknir teknar í notkun í mars. Mnr. 2016030039.
Formaður fór yfir stöðu mála í rafrænum umsóknum.
-
Ýmsir styrkir - staða Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum.
-
Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.
Sundlaugartölur yfirfarnar.
Fundi slitið kl. 9:30.