fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 21. marz 2013 kl. 17:00 – 18:45
Mættir: Ragnar Jónsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir og Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Laufey Gissurardóttir sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi, Snorri Aðalsteinsson, Sigrún Hv. Magnúsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir sátu einnig fundinn.
-
Barnavernd. Fulltrúar Barnaverndarstofu, þær Steinunn Bergmann félagsráðgjafi og Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur mættu á fundinn og ræddu stöðu barnaverndar í bæjarfélaginu, fyrirliggjandi verkefni, starfsskilyrði og úrræði. Fram kom hjá stafsmönnum að mál eru erfiðari viðfangs en oft áður. Nokkuð ber á vantrausti og tortryggni í garð yfirvalda í kjölfar efnahagshrunsins. Rætt um þau úrræði sem Barnaverndarstofa hefur að bjóða og einnig hvernig væri háttað samstarfi við aðrar barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólk þeirra.
-
Sameiginleg bakvakt barnaverndar. Tillögur starfshóps á vegum SSH kynntar og sú niðurstaða hópsins að skipta höfuðborgarsvæðinu í tvö bakvaktarsvæði. Félagsmálaráð lýsir sig sammála tillögunum og mælir með að farið verði að þeim til reynslu í eitt og hálft ár.
-
Lögð fram fundargerð Þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dagsett 28.2.13. Félagsmálastjóri fór yfir helstu þætti fundargerðarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45
Ragnar Jónsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir, (sign), Snorri Aðalsteinsson (sign), Sigrún Hv. Magnúsdóttir (sign) og Hildigunnur Magnúsdóttir (sign)