Mættir: Þórður Búason, Jens Pétur Hjaltested, Sigrún Benediktsdóttir, Guðrún Br. Vilhjálmsdóttir, Snorri Aðalsteinsson og Sigrún Magnúsdóttir.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál.
Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál.
Lagt fram erindi Svæðisskrifstofu Reykjaness dags. 15.08.2001 um þátttöku Seltjarnarnesbæjar í stofnun sameiginlegs tilraunaverkefnis í formi liðveislu fyrir fötluð ungmenni sem eru að hefja nám í sérdeild fyrir fatlaða í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Samþykkt að taka þátt í verkefninu enda er einn nemandi af Seltjarnarnesi. Kostnaður er kr. 15.000 á mánuði.
Fundargerð þjónustuhóps aldraðra dags. 28.08.2001 lögð fram.
Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu í heimahúsi frá Ágústu Vigfúsdóttur, Unnarbraut 17. Samþykkt að veita henni leyfi til gæslu 5 barna. Leyfið gildir til 3ja ára.
Áætlun skólanna um eineltismál, svarbréf frá Sigfúsi Grétarssyni, skólastjóra Valhúsaskóla lagt fram.
Félagsmálastjóra falið af skrifa bréf þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum um árangur af starfi samkvæmt áætlun skólanna um viðbrögð við einelti.
Yfirlit um Rekstrarstöðu félagsmálasviðs pr. 04.09.2001, samanburður við áætlun 2001 lögð fram.
Vímuvarnaráætlun. Rædd framkvæmd nú í vetur, svo sem námskeið og starf í skólunum. Vímuvarnarfulltrúa falið að kanna árangur af námskeiði fyrir nemendur í Valhúsaskóla sem vildu hætta að reykja.
Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar rædd, en hún var send inn á öll heimili s.l. vor. Henni verður dreift sérstaklega í stofnanir bæjarins nú í haust. Rædd nánari eftirfylgni. Samþykkt að leita til jafnréttisstofu eftir ráðgjöf við framkvæmd jafnréttisáætlunar.
Fundi slitið kl. 19.00.
Guðrún B. Vilhjálmsdóttir.