477. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 18. mars 2025, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Björg Þorsteinsdóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestur: Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs, sem sat fundinn undir 5. og 6. dagskrárlið.
Dagskrá:
1. 2024030203 - Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Skýrsla Gæða og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) lögð fram til kynningar. Sviðsstjóri fór yfir stöðu stoð- og stuðningsþjónustu hjá Seltjarnarnesbæ og framsetningu reglna þar að lútandi.
2. 2025030107 - Frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga.
Skýrsla GEV lögð fram til kynningar. Sviðsstjóri fór yfir tilhögun akstursþjónustu á vegum Seltjarnarnesbæjar.
3. 2025010277 - Greinargerð vegna umsóknar um fjárhagsaðstoð.
Fjölskyldunefnd staðfestir afgreiðslu fjölskyldusviðs á umsókn um fjárhagsaðstoð.
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir kom til fundar kl. 09:00.
4. 2025030108 - Íslenska æskulýðsrannsóknin 2024.
Verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs kynnti helstu niðurstöður varðandi börn og unglinga á Seljtarnarnesi.
5. 2024020013 - Bjartur lífsstíll.
Verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs og sviðsstjóri fjölskyldusviðs fóru yfir stöðu verkefnisins hjá Seltjarnarnesbæ.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 9:45.