476. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 21. janúar 2025, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestur: Guðrún Björg Karlsdóttir, sem sat fundinn undir 5. dagskrárlið.
Dagskrá:
1. 2024050236 - Heilsuefling 60 ára og eldri, samningur við Virkni og Vellíðan.
Greint var frá samningi við Virkni og Vellíðan um heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri á Seltjarnarnesi.
2. 2024110135 - Þjónustusamningur SSH og Fjölsmiðjunnar.
Lagt fram til kynningar.
3. 2025010224 - Fjárhagsaðstoð árið 2024.
Sviðsstjóri gerð grein fyrir þróun fjárhagsaðstoðar hjá Seltjarnarnesbæ á sl. ári og undanfarin ár.
4. 2024100106 - Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar.
Fjölskyldunefnd samþykkti endurskoðaðar reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
5. 2024080281 - Félagsstarf eldra fólks á Seltjarnarnesi.
Guðrún Björg Karlsdóttir kynnti sig og áherslur í félagsstarfi eldra fólks á Seltjarnarnesi.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 9:15.