475. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 19. nóvember 2024, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.
Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Björg Þorsteinsdóttir.
Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.
Gestur: Eva Katrín Friðgeirsdóttir.
Dagskrá:
1. 2024110155 - Fundartímar fjölskyldunefndar árið 2025.
Fjölskyldunefnd samþykkti eftirfarandi fundartímar fyrir árið 2025: 21. jan., 18. mar., 8. apr., 20. maí, 19. ág., 21. okt. og 18. nóv.
2. 2024050236 - Heilsuefling 60 ára og eldri.
Eva Katrín Friðgeirsdóttir kynnti verkefnið Virkni og Vellíðan.
Fjölskyldunefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs að skoða gerð samstarfssamnings um verkefnið og við íþróttafélagið Gróttu vegna þess.
3. 2024100088 - Vinnustofa: Börn í vanda og viðkvæmri stöðu.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir vinnustofu sem haldin var í Valhúsaskóla 25. sept. um börn í vanda og viðkvæmri stöðu og eftirfylgni við hana.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 9:40.