Fara í efni

Fjölskyldunefnd

474. fundur 15. október 2024 kl. 08:15 - 09:25

474. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 15. október 2024, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Forföll: Björg Þorsteinsdóttir. 

Dagskrá:

1. 2024100076 - Samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar.

Lagt fram til kynningar. Fjölskyldunefnd mælist til þess að sviðsstjóra verði veitt umboð til að

undirrita samning um samstarfs þjónustukerfa á sviði endurhæfingar fyrir hönd sveitarfélagsins.

2. 2024100078 - Reglur um stuðningsþjónustu.

Lagt fram til kynningar. Fjölskyldunefnd hvetur til þess að áfram verði unnið að þróun reglna um

stuðningsþjónustu á vegum sveitarfélaga.

3. 2024100079 - Samstarfssamningur um þjónustu Samhjálpar við heimilislausa einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

Lagt fram til kynningar.

4. 2024080281 - Félagsstarf eldra fólks á Seltjarnarnesi.

Framhald umræðna frá síðasta fundi nefndarinnar um málið og áhersla var lögð á mikilvægi virkni þessa hóps og blómlegt félagsstarf.

5. 2024100088 - Vinnustofa: Börn í vanda og viðkvæmri stöðu.

Frestað til næsta fundar.

6. 2024100106 - Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. Fundi slitið kl. 9:25.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?