Fara í efni

Fjölskyldunefnd

473. fundur 03. september 2024 kl. 08:15 - 10:15

473. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 3. september 2024, kl. 08:15 í fundarsal bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar.

Fundinn sátu: Hildigunnur Gunnarsdóttir (formaður), Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir.

Fundarritari: Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og starfsmaður nefndar.

Gestir: Anna Sigrún Baldursdóttir skrifstofustjóri öldrunarmála á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Dagbjört Lind Orradóttir og Wioleta Pietras sátu fundinn undir 1. dagskrárlið.

Dagskrá:

1. 2024080280 - Samþætting þjónustu ríkis og sveitarfélaga í þágu eldra fólks.

Anna Sigrún Baldursdóttir kynnti samþætta þjónustu heimastuðnings og heimahjúkrunar hjá

Reykjavíkurborg.

Anna Sigrún, Dagbjört Lind og Wioleta viku af fundi kl. 9:25.

2. 2022080045 - Forvarna- og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar.

Rætt var um kynningu á stefnunni og eftirfylgni við hana.

Bókun: Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að ný forvarna- og lýðheilsustefna fái stað í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

3. 2024080282 - Hreyfiúrræði eldra fólks á Seltjarnarnesi.

Rætt var um stuðning sveitarfélagsins við hreyfiúrræði eldra fólks á Seltjarnarnesi.

4. 2024080281 - Félagsstarf eldra fólks á Seltjarnarnesi.

Rætt var um áherslur í félagsstarfi eldra fólks á Seltjarnarnesi. Áframhaldandi umræðu er vísað til næsta fundar.

5. 2024080283 - Sérstakur húsnæðisstuðningur.

Fjölskyldunefnd mælist til þess að þak á sérstökum húsnæðisstuðningi verið hækkað í kr. 103.000,- f.o.m. 1. júní 2024 vegna breytinga á lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?