Fara í efni

Fjölskyldunefnd

469. fundur 21. nóvember 2023

469. fundur Fjölskyldunefndar var haldinn þriðjudaginn 21. nóvember 2023, kl. 08:15 í Ráðagerði, fundarherbergi bæjarskrifstofa Seltjarnarnesbæjar og fjarfundi á TEAMS.

Mættir: Hildigunnur Gunnarsdóttir, Dagbjört S. Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Sigurþóra Bergsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir og Baldur Pálsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundi stýrði Hildigunnur Gunnarsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Dagskrá:

 1. 2022080046 Endurskoðun jafnrættisáætlunar Seltjarnarnesbæjar.

Fjölskyldunefnd samþykkir endurskoðaða jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið og mælist til þess að

útbúið verði kynningarefni fyrir alla aðila sem hún varðar. Fjölskyldunefnd óskar jafnframt eftir því

að vera upplýst um eftirfylgni við áætluninar tvisvar á ári.

2. 2023100099 Uppbyggingaráætlun í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk á Seltjarnarnesi.

Lagt fram. Fjölskyldunefnd frestar afgreiðslu málsins.

Bókun: Fulltrúar Samfylkingar og óháðra styðja að hafin verði vinna við gerð uppbyggingaráætlunar.

3. 2023110101 Stefna í málefnum eldra fólks á Seltjarnarnesi.

Fjölskyldunefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð stefnu í málefnum eldra fólks á

Seltjarnarnesi og vísar málinu til öldungaráðs Seltjarnarness um tillögur að leiðum við gerð

stefnunnar.

4. 2023080144 Reglur Seltjarnarnesbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.

Fjölskyldunefnd samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Upphæð

samanlagðs húsnæðisstuðnings frá HMS og sérstaks húnæðisstuðnings skal ákveðin við gerð

fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

5. 2023110119 Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - staða innleiðingar.

Sviðsstjóri kynnti stöðu innleiðingarinnar.

6. 2023110140 Félagslegt leiguhúsnæði – staða og biðlistar.

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi var slitið kl. 10:19.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?