Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

21. maí 2014

492. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness

Miðvikudaginn 21. maí 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 1 sat fundinn Þórður Ólafur Búason, skipulagsstjóri.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 201300065.
    Nesvegur 103, 105 og 107.
    ÞÓB gerði grein fyrir málinu og málið rætt.

  2. Málsnúmer 2014040040.
    Laun fyrir störf í bæjarstjórn.
    Bæjarstjóri lagði fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um launakjör bæjar- og sveitarfulltrúa. Frestað til næsta fundar

  3. Málsnúmer 2014040037.
    Ársreikningur Sambands orkusveitarfélaga 2013.
    Lagður fram.

  4. Málsnúmer 2014040023.
    Áætlun til þriggja ára um refaveiðar 2014-2016.
    Bréf Umhverfisstofnunar dags. 14.04.2014, varðandi áætlun um refaveiðar.
    Lagt fram F&L gerir ekki athugasemd við drögin sem gerð hafa verið af umhverfisstofnun.

  5. Málsnúmer 2014030050.
    Bréf MS dags. 28.03.2014 varðandi námsleyfi.
    Fjármálastjóra falið að afgreiða málið.

  6. Málsnúmer 2014040009.
    Bréf SG dags. 31.03.2014 varðandi leigulóðarsamning.
    F&L vísar erindinu til skipulags- og umferðarnefndar.

  7. Málsnúmer 2014030055.
    Tillaga ÁE dags. 27.03.2014 varðandi endurbóta á íþróttamiðstöð.
    F&L frestar til næsta fundar.

  8. Málsnúmer 2014050002.
    Bréf Yrkjusjóðs dags. 06.06.2014 um styrk til ræktunar landsins.
    F&L samþykkir 50.000.- styrk til plöntukaupa.

  9. Málsnúmer 2014040042.
    Bréf Málræktarsjóðs dags. 16.04.2014 varðandi tilnefningu á Aðalfund.
    Bæjarstjóri leggur til að Soffía Karlsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi bæjarins á aðalfundi Málræktarsjóðs, F&L gerir ekki athugasemd við það.

  10. Málsnúmer 2014050015.
    Bréf félagsmálastjóra dags. 14.05.2014 varðandi endurnýjun á íbúð.
    F&L vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.

  11. Málsnúmer 2012110061.
    Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dags. 21.03.2014 um fjármögnun byggingar nýrrar slökkvistöðvar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ.
    Í 467 fundargerð F&L var eftirfarandi samþykkt:

    „Áætlaður kostnaðar, um 508 mkr. miðað við vísitölu janúar 2013 yrði fjármagnaður með auknu stofnframlagi sveitarfélaganna, sem samþykkt var á fundi F&L í 30.11.2012. Hinn helmingurinn með lántöku í samræmi við 16. gr. stofnsamnings SHS, dags. 31.05.2000.

    F&L samþykkir heimild fyrir lántöku í samræmi við 16. gr. stofnsamnings SHS, dags. 31.05.2000.

    Áður samþykkt aukið stofnfé til SHS fasteigna samþykkt af F&L 30.11.2012. „


    F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 5.251.007.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

Fundi slitið kl. 08:50.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?