492. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness
Miðvikudaginn 21. maí 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið 1 sat fundinn Þórður Ólafur Búason, skipulagsstjóri.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 201300065.
Nesvegur 103, 105 og 107.
ÞÓB gerði grein fyrir málinu og málið rætt. -
Málsnúmer 2014040040.
Laun fyrir störf í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri lagði fram samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um launakjör bæjar- og sveitarfulltrúa. Frestað til næsta fundar -
Málsnúmer 2014040037.
Ársreikningur Sambands orkusveitarfélaga 2013.
Lagður fram. -
Málsnúmer 2014040023.
Áætlun til þriggja ára um refaveiðar 2014-2016.
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 14.04.2014, varðandi áætlun um refaveiðar.
Lagt fram F&L gerir ekki athugasemd við drögin sem gerð hafa verið af umhverfisstofnun. -
Málsnúmer 2014030050.
Bréf MS dags. 28.03.2014 varðandi námsleyfi.
Fjármálastjóra falið að afgreiða málið. -
Málsnúmer 2014040009.
Bréf SG dags. 31.03.2014 varðandi leigulóðarsamning.
F&L vísar erindinu til skipulags- og umferðarnefndar. -
Málsnúmer 2014030055.
Tillaga ÁE dags. 27.03.2014 varðandi endurbóta á íþróttamiðstöð.
F&L frestar til næsta fundar. -
Málsnúmer 2014050002.
Bréf Yrkjusjóðs dags. 06.06.2014 um styrk til ræktunar landsins.
F&L samþykkir 50.000.- styrk til plöntukaupa. -
Málsnúmer 2014040042.
Bréf Málræktarsjóðs dags. 16.04.2014 varðandi tilnefningu á Aðalfund.
Bæjarstjóri leggur til að Soffía Karlsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi bæjarins á aðalfundi Málræktarsjóðs, F&L gerir ekki athugasemd við það. -
Málsnúmer 2014050015.
Bréf félagsmálastjóra dags. 14.05.2014 varðandi endurnýjun á íbúð.
F&L vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu. -
Málsnúmer 2012110061.
Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dags. 21.03.2014 um fjármögnun byggingar nýrrar slökkvistöðvar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ.
Í 467 fundargerð F&L var eftirfarandi samþykkt:
„Áætlaður kostnaðar, um 508 mkr. miðað við vísitölu janúar 2013 yrði fjármagnaður með auknu stofnframlagi sveitarfélaganna, sem samþykkt var á fundi F&L í 30.11.2012. Hinn helmingurinn með lántöku í samræmi við 16. gr. stofnsamnings SHS, dags. 31.05.2000.
F&L samþykkir heimild fyrir lántöku í samræmi við 16. gr. stofnsamnings SHS, dags. 31.05.2000.
Áður samþykkt aukið stofnfé til SHS fasteigna samþykkt af F&L 30.11.2012. „
F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 5.251.007.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
Fundi slitið kl. 08:50.