Fimmtudaginn 27. mars 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Undir lið 2 sat fundinn Soffía Karlsdóttir, sviðstjóri menningar og samskiptasviðs.
Undir lið 3 sat fundinn Baldur Pálsson, sviðstjóri fræðslusviðs.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2013030033.
Listaverkastjóður.
Menningarnefnd leggur til stofnaður verði sérstakur sjóður til kaupa á listaverkum. F&L sér ekki ástæðu til að stofna sérstakan sjóð heldur verði hvert tilvik skoðað sérstaklega berist beiðni um slíkt. -
Málsnúmer 2013030033.
40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar.
SK mætti á fund nefndarinnar og upplýsti um helstu dagskrárliði á afmælisdaginn og næstu mánuði.
F&L vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu. -
Málsnúmer 2013110033.
Reglur Seltjarnarnesbæjar um fjarvistir og starfendurhæfingu vegna veikinda eða slysa.
Bæjarstjóri kynnti málið. -
Málsnúmer 2014010036.
Umsókn um stuðning í leikskóla Seltjarnarness.
Erindi fræðslustjóra dags. 12.3.2014 varðandi beiðni um stuðning fyrir tvö börn við leikskólann samkvæmt starfsreglum um sérkennslu.
F&L samþykkir erindið fjórar stundir á dag og vísar til fjármálastjóra. -
Málsnúmer 2014030029.
Bréf Eyðibýli á Íslandi dags. 10.03.2014, beiðni um styrk til rannsókna.
F&L samþykkir styrk að fjárhæð kr. 25.000.-. -
Málsnúmer 2014030046.
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs dags. 20.03.2014, varðandi gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið.
Lagt fram og bæjarstjóra falið að ræða erindið á fundi SSH. -
Málsnúmer 2014030047.
Bréf Öldungadeildar Ský dags. 24.03.2014 varðandi styrk við útgáfu á ,,Sögu upplýsingatækni á Íslandi“.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. -
Málsnúmer 2014030017.
Uppgjör vegna endurvinnslustöðva Sorpu bs. fyrir árið 2013.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2013090002.
Ársreikningur Sorpu 2013.
Lagður fram. -
Málsnúmer 2014030039.
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 2013.
Lagður fram. -
Tillaga frá Árna Einarssyni varðandi sölutekjur á lóð við Hrólfskálamel 1-7.
Lögð fram og tekin til umræðu á næsta fundi.
Fundi slitið kl. 08:50.