489. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness
Föstudaginn 7. mars 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Baldur Pálsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið nr. 2.
Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi sat fundinn undir lið nr. 10.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2013100048.
Lóð Hrólfsskálamelur 1-7.
Bæjarstjóri kynnti tilboð sem borist hafa í lóð bæjarins, Hrólfsskálamel 1-7.
F&L samþykkir að taka tilboði B og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar 12. mars nk. Einnig er bæjarstjóra falið að ganga til samninga um sölu á bílastæðum sem tilheyra Hrólfsskálamel 1-7 í samræmi við umræður á fundinum. -
Málsnúmer 2014030001.
Reiknilíkan fyrir skólaárið 2014-2015.
Fræðslustjóri BP kynnti úthlutunarlíkan fyrir Grunnskólann skólaárið 2014-2015. F&L samþykkir líkanið og vísar því til skólanefndar til umsagnar. -
Málsnúmer 2014030008.
Ársreikningur Strætó fyrir árið 2013.
Lagður fram. -
Málsnúmer 2014010025.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 13.02.2014 lagt fram, þar sem kynnt er fyrirkomulag á greiðslum vegna almennra húsaleigubóta á árinu 2014. -
Málsnúmer 2014020051.
Nordjobb sumarstörf 2014.
Bréf Nordjobb á Íslandi varðandi samnorrænt verkefni sem býður ungu fólki sumarvinnu dags. 08.01.2014 lagt fram. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu sumarið 2014. -
Málsnúmer 2014020040.
Bréf EBÍ Brunabót dags. 04.02.2014 varðandi styrktarsjóð EBÍ árið 2014.
Lagt fram, bæjarstjóri upplýsti að hann hefði kynnt erindið fyrir sviðstjórum bæjarins. -
Málsnúmer 2014010053.
Afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 4.01.2014 til bæjarstjórans í Hafnarfirði.
Lagt fram afrit af bréfi, er varðar aðkomu sambandsins að endurskoðun samninga um byggingu hjúkrunarheimila skv. leiguleið. -
Málsnúmer 2014010054.
Bréf Strætó bs dags. 23.01.2014 varðandi leiðakerfisbreytingar 2015.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2014010048.
Bréf stjórnar Nesklúbbsins dags. 17.01.2014 varðandi afmæli Nesklúbbsins.
Lagt fram og vísað til Skipulags- og umferðanefndar, umhverfisnefndar og Menningarnefndar. -
Málsnúmer 2012090020.
Rekstrarsamningur við Íþróttafélagið Gróttu.
Íþróttafulltrúi HG mætti á fundinn undir þessum lið. F&L telur m.v. úttekt og nýjar upplýsingar ekki tímabært að flytja reksturinn yfir að svo stöddu. -
Fjárstreymisyfirlit jan – des 2013.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við ársreikning 2013Fundi slitið kl. 09:14.