Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

24. febrúar 2014

Mánudaginn 24. febrúar 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 1 mætti Ari Eyberg, sérfræðingur frá Intelecta.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2014010027.
    Ráðning í starf sviðstjóra umhverfissviðs.
    F&L fór í gegnum umsóknarferlið. Alls sóttu 31 umsækjendur um starfið, nefndarmenn er samhljóða að gera að tillögu sinni að leggja til við bæjarstjórn að ráða A sem sviðstjóra Umhverfissviðs. Bæjarstjóra falið að ræða við viðkomandi.

    Fundi slitið kl. 08:55.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?