Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

23. janúar 2014

486. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness

Fimmtudaginn 23. janúar 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur sat fundinn undir lið nr. 5.

Árni Einarsson vék af fundi undir lið nr. 2.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013110017.
    Bréf Snorrasjóðs um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2014, dags. 04.11.2013.
    Samþykkt kr. 100.000.-.

  2. Málsnúmer 2013120068.
    Krabbameinsfélagið beiðni um styrk.
    Bréf Krabbameinsfélagsins dags. 19.12.2013, beiðni um styrk til útgáfu- og fræðslumála.
    Samþykkt kr. 100.000.-.

  3. Málsnúmer 2014010036.
    Bréf fræðslustjóra dags. 22.01.2014 varðandi Leikskóla Seltjarnarness.
    Óskað er eftir heimild til að veita liðveislu með barni samtals 1-6 stundir á dag fram að sumarlokun leikskólans. Samþykkt.

  4. Málsnúmer 2013100048.
    Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu sveitarfélaga.
    Lagt fram bréf stjórnar SHS dags. 17.01.2014 varðandi beiðni um verklok til ráðuneytisins. Lagt fram til kynningar.
  5. Málsnúmer 2013050042.
    Bréf SES dags. 09.12.2013 vegna sjóvarnagarða.
    Bæjarverkfræðingur kynnti málið, F&L samþykkir erindi bæjarverkfræðings og felur honum að vinna að verkefninu m.v. forsendur í minnisblaði hans sem dags. 09.12.2013. F&L vísar erindi til skipulags- og umferðarnefndar vegna umsóknar um framkvæmdarleyfi og vísar erindinu til umsagnar Umhverfisnefndar.

  6. Málsnúmer 2014010058.
    Starfsmannastefna bæjarins.
    Bæjarstjóri leggur til að starfsmannastefna bæjarins verði uppfærð. Samþykkt að fela bæjarstjóri að fara í þá vinnu.

  7. Málsnúmer 2013040047.
    Breyting á deiliskipulagi Austurhafnar.
    Bæjarstjóri kynnti bréf sem sent verður vegna breytinga á deiliskipulagi Austurhafnar.

    Fundi slitið kl. 08:35.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?