486. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness
Fimmtudaginn 23. janúar 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur sat fundinn undir lið nr. 5.
Árni Einarsson vék af fundi undir lið nr. 2.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2013110017.
Bréf Snorrasjóðs um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2014, dags. 04.11.2013.
Samþykkt kr. 100.000.-. -
Málsnúmer 2013120068.
Krabbameinsfélagið beiðni um styrk.
Bréf Krabbameinsfélagsins dags. 19.12.2013, beiðni um styrk til útgáfu- og fræðslumála.
Samþykkt kr. 100.000.-. -
Málsnúmer 2014010036.
Bréf fræðslustjóra dags. 22.01.2014 varðandi Leikskóla Seltjarnarness.
Óskað er eftir heimild til að veita liðveislu með barni samtals 1-6 stundir á dag fram að sumarlokun leikskólans. Samþykkt. - Málsnúmer 2013100048.
Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu sveitarfélaga.
Lagt fram bréf stjórnar SHS dags. 17.01.2014 varðandi beiðni um verklok til ráðuneytisins. Lagt fram til kynningar. -
Málsnúmer 2013050042.
Bréf SES dags. 09.12.2013 vegna sjóvarnagarða.
Bæjarverkfræðingur kynnti málið, F&L samþykkir erindi bæjarverkfræðings og felur honum að vinna að verkefninu m.v. forsendur í minnisblaði hans sem dags. 09.12.2013. F&L vísar erindi til skipulags- og umferðarnefndar vegna umsóknar um framkvæmdarleyfi og vísar erindinu til umsagnar Umhverfisnefndar. -
Málsnúmer 2014010058.
Starfsmannastefna bæjarins.
Bæjarstjóri leggur til að starfsmannastefna bæjarins verði uppfærð. Samþykkt að fela bæjarstjóri að fara í þá vinnu. - Málsnúmer 2013040047.
Breyting á deiliskipulagi Austurhafnar.
Bæjarstjóri kynnti bréf sem sent verður vegna breytinga á deiliskipulagi Austurhafnar.
Fundi slitið kl. 08:35.