484. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness
Miðvikudaginn 11. desember 2013, kl. 16:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir:Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Þórður Ólafur Búason, skipulagsstjóri sat fundinn undir lið nr. 3.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2012100066.
Lóðarleigusamningur.
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi um lóðina Ráðagerði, Seltjarnarnesbæ. Lóðarleigusamningur samþykktur til þinglýsingar. -
Málsnúmer 2013100055.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga bréf til endurskoðenda sveitarfélaga.
Lagt fram bréf EFS dags. 25.11.2013 lagt fram til kynningar. -
Málsnúmer 2013100003.
Bréf SMD dags. 29.11.2013 vegna grenndarsvæðis í Kolbeinsstaðamýri.
ÞÓB kynnti málið. ÞÓB falið að svara erindinu.
Í bréfinu er óskað eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til þess, „hvort rétt sé að bæjarfélagið taki yfir ábyrgð á rekstri Grenndarsvæðis NE með þeim kostnaði sem því fylgir“. F&L hafnar að taka yfir Grenndarsvæði NE. -
Málsnúmer 2013110049.
Fjárhagsáætlun Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma fyrir árið 2014 lögð fram.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16:55.