Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

28. nóvember 2013

Fimmtudaginn 28. nóvember 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013040047.
    Samkomulag Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness vegna endurskoðunar svæðisskipulags.
    Samþykkt borgarráðs þ. 21.11.2013 vegna endurskoðunar svæðisskipulags, sbr. bókun bæjarstjórnar Seltjarnarness þ. 8.5.2013 og bókun við samþykkt svæðisskipulags í svæðisskipulagsnefnd þ. 18.10.2013 lagt fram.

  2. Málsnúmer 2013100048.
    Sjúkraflutningar.
    Lagt fram bréf SHS dags. 25.11.2013 varðandi framkvæmd við verklok vegna sjúkraflutninga og greiðsluáskorun um eftirstöðvar skulda.

  3. Málsnúmer 2013110035.
    Bréf EG/JÞG dags. 14.11.2013 vegna stofnlagna.
    SES mætti á fundinn undir þessum lið og upplýsti um aðkomu bæjarins. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu, þar sem lagnir inni á lóð eru í eigu húseigenda.

  4. Málsnúmer 2013110038.
    Bréf SHS dags. 15.11.2013, varðandi uppreiknaða gjaldskrá fyrir slökkviliðið frá 1. janúar 2014.
    F&L samþykkir nýja gjaldskrá sem taki gildi 1. janúar 2014.

  5. Málsnúmer 2013110034.
    Bréf UMFÍ dags. 15.11.2013.
    Á 48. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var 12. -13. október sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt af fulltrúum þingsins og vill stjórn UMFÍ vekja athygli á þeim. UMFÍ hvetur ungmenna- og íþróttafélög og sveitarfélög um land allt til að hvetja iðkendur og foreldra og forráðamenn til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
  6. Málsnúmer 2013110031.
    Þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna.
    Bréf SSH dags. 13.11.2013 varðandi nýjan þjónustusamning og aðgerðir til að styrkja rekstrargrundvöll starfseminnar.

    Stjórn SSH samþykkti, með vísun í minnisblað framkvæmdastjóra að leggja til við aðildarsveitarfélögin að gerður verði nýr þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna til eins árs.

    F&L samþykkir samningin og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

  7. Málsnúmer 2013110043.
    Tillaga MLÓ um stofnun uppbyggingarsjóðs
    F&L felur MLÓ að þróa hugmyndina frekar.
    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

    Fundi slitið kl. 08:55.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?