Fimmtudaginn 28. nóvember 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2013040047.
Samkomulag Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness vegna endurskoðunar svæðisskipulags.
Samþykkt borgarráðs þ. 21.11.2013 vegna endurskoðunar svæðisskipulags, sbr. bókun bæjarstjórnar Seltjarnarness þ. 8.5.2013 og bókun við samþykkt svæðisskipulags í svæðisskipulagsnefnd þ. 18.10.2013 lagt fram. -
Málsnúmer 2013100048.
Sjúkraflutningar.
Lagt fram bréf SHS dags. 25.11.2013 varðandi framkvæmd við verklok vegna sjúkraflutninga og greiðsluáskorun um eftirstöðvar skulda. -
Málsnúmer 2013110035.
Bréf EG/JÞG dags. 14.11.2013 vegna stofnlagna.
SES mætti á fundinn undir þessum lið og upplýsti um aðkomu bæjarins. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu, þar sem lagnir inni á lóð eru í eigu húseigenda. -
Málsnúmer 2013110038.
Bréf SHS dags. 15.11.2013, varðandi uppreiknaða gjaldskrá fyrir slökkviliðið frá 1. janúar 2014.
F&L samþykkir nýja gjaldskrá sem taki gildi 1. janúar 2014. - Málsnúmer 2013110034.
Bréf UMFÍ dags. 15.11.2013.
Á 48. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var 12. -13. október sl. var eftirfarandi tillaga samþykkt af fulltrúum þingsins og vill stjórn UMFÍ vekja athygli á þeim. UMFÍ hvetur ungmenna- og íþróttafélög og sveitarfélög um land allt til að hvetja iðkendur og foreldra og forráðamenn til að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. -
Málsnúmer 2013110031.
Þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna.
Bréf SSH dags. 13.11.2013 varðandi nýjan þjónustusamning og aðgerðir til að styrkja rekstrargrundvöll starfseminnar.Stjórn SSH samþykkti, með vísun í minnisblað framkvæmdastjóra að leggja til við aðildarsveitarfélögin að gerður verði nýr þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna til eins árs.
F&L samþykkir samningin og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
-
Málsnúmer 2013110043.
Tillaga MLÓ um stofnun uppbyggingarsjóðs
F&L felur MLÓ að þróa hugmyndina frekar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:55.