479. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 12. september, 2013 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 12. september 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn: Ásgerður Halldórsson, bæjarstjóri og
Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Gestir undir lið 1: Lárus B. Lárusson, Haukur Geirmundsson, Páll Gunnlaugsson og Sigrún Edda Jónsdóttir
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2012100079.
Skýrsla starfshóps um framtíð fimleika á Seltjarnarnesi.
Skýrsla starfshópsins lögð fram,
Formaður undirbúningshópsins fylgdi skýrslunni eftir.
Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og vill F&L þakka hópnum vel unnin störf og greinagóða skýrslu.
F&L vísar skýrslunni til bæjarstjórnar til frekari umræðu og skoðunar. - Málsnúmer 2013010055..
Hrólfskálamelur 1-7.
Lögð fram tvö kauptilboð í byggingarétt á lóð við Hrólfskálamel 1-7.
F&L samþykkir framlagt tilboð Stólpa ehf í leigulóðaréttindi og byggingarétt fyrir fjölbýlishús og bílageymslu á leigulóð við Hrólfskálamel 1-7 á Seltjarnesnesi. Og vísar til samþykkis bæjarstjórnar. - Málsnúmer 2013070010.
Bréf Innanríkisráðuneytis dags. 10.07.2013 varðandi Nýbúa.
Lagt fram og vísað til félagsmálastjóra - Málsnúmer 2013070003.
Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2012.
Lagt fram. - Málsnúmer 2013090035.
Ágóðagreiðsla 2013.
Bréf Brunabótarfélags Íslands dags. 06.09.2013 varðandi ágóðagreiðslu 2013.
Lagt fram. - Málsnúmer 2013090030.
Rekstrar- og fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2014
Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014 - Málsnúmer 2013050049.
Árshlutauppgjör skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2013
Lagt fram sex mánaðar uppgjör 2013 - Málsnúmer 2013090002.
Árshlutauppgjör Sorpu 2013 2013
Lagt fram sex mánaðar uppgjör 2013 - Málsnúmer 2013030001.
Húsnæði Lækningaminjasafns Íslands
Bréf Læknafélags Íslands dags. 05.07.2013 lagt fram. F&L felur bæjarstjóra að boða til fundar L.Í. með F&L - Málsnúmer 2013070004.
Fjárhagsáætlun 2014 við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014. - Málsnúmer 2013080001.
Beiðni um styrk vegna verkefna ADHD samtakanna 2013
F&L samþykkir kr. 50.000,- - Málsnúmer 2012100073.
Kortlagning hávaða innan sveitarfélagsins
F&L felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið. - Fjárstreymisyfirlit janúar-júlí 2013.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir fjárstreymisyfirliti fyrir janúar-júlí 2013 og samburð við fyrra ár.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:50.