Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

12. september 2013

479. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 12. september, 2013 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 12. september 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn: Ásgerður Halldórsson, bæjarstjóri og

Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Gestir undir lið 1: Lárus B. Lárusson, Haukur Geirmundsson, Páll Gunnlaugsson og Sigrún Edda Jónsdóttir

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2012100079.
    Skýrsla starfshóps um framtíð fimleika á Seltjarnarnesi.
    Skýrsla starfshópsins lögð fram,
    Formaður undirbúningshópsins fylgdi skýrslunni eftir.
    Starfshópurinn hefur nú lokið störfum og vill F&L þakka hópnum vel unnin störf og greinagóða skýrslu.
    F&L vísar skýrslunni til bæjarstjórnar til frekari umræðu og skoðunar.
  2. Málsnúmer 2013010055..
    Hrólfskálamelur 1-7.
    Lögð fram tvö kauptilboð í byggingarétt á lóð við Hrólfskálamel 1-7.
    F&L samþykkir framlagt tilboð Stólpa ehf í leigulóðaréttindi og byggingarétt fyrir fjölbýlishús og bílageymslu á leigulóð við Hrólfskálamel 1-7 á Seltjarnesnesi. Og vísar til samþykkis bæjarstjórnar.
  3. Málsnúmer 2013070010.
    Bréf Innanríkisráðuneytis dags. 10.07.2013 varðandi Nýbúa.
    Lagt fram og vísað til félagsmálastjóra
  4. Málsnúmer 2013070003.
    Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2012.
    Lagt fram.
  5. Málsnúmer 2013090035.
    Ágóðagreiðsla 2013.
    Bréf Brunabótarfélags Íslands dags. 06.09.2013 varðandi ágóðagreiðslu 2013.
    Lagt fram.
  6. Málsnúmer 2013090030.
    Rekstrar- og fjárhagsáætlun Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2014
    Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014
  7. Málsnúmer 2013050049.
    Árshlutauppgjör skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2013
    Lagt fram sex mánaðar uppgjör 2013
  8. Málsnúmer 2013090002.
    Árshlutauppgjör Sorpu 2013 2013
    Lagt fram sex mánaðar uppgjör 2013
  9. Málsnúmer 2013030001.
    Húsnæði Lækningaminjasafns Íslands
    Bréf Læknafélags Íslands dags. 05.07.2013 lagt fram. F&L felur bæjarstjóra að boða til fundar L.Í. með F&L
  10. Málsnúmer 2013070004.
    Fjárhagsáætlun 2014 við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.
    Lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2014.
  11. Málsnúmer 2013080001.
    Beiðni um styrk vegna verkefna ADHD samtakanna 2013
    F&L samþykkir kr. 50.000,-
  12. Málsnúmer 2012100073.
    Kortlagning hávaða innan sveitarfélagsins
    F&L felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
  13. Fjárstreymisyfirlit janúar-júlí 2013.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir fjárstreymisyfirliti fyrir janúar-júlí 2013 og samburð við fyrra ár.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
    Fundi slitið kl. 09:50.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?