Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

31. júlí 2013

478. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 31. júlí, 2013 kl. 12:00.

Miðvikudaginn 31. júlí 2013, kl. 12:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn :Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013010055.
    Hrólfsskálamelur 1-7.

  2. Gerð grein fyrir tveimur tilboðum sem bárust í byggingarétt við Hrólfskálamel 1-7.
    F&L samþykkir að fela bæjarstjóra að fara í samningaviðræður við þann tilboðsgjafa sem er með hærra tilboðið.

  3. Málsnúmer 2013070000.
    Melabraut 13.
    Lagt fram kauptilboð í fasteignina að Melabraut 13.
    F&L samþykkir framlagt tilboð í eignina að Melabraut 13 fastanúmer 206-7765 að undangenginni auglýsingu, og felur bæjarstjóra að ganga frá sölusamningi.

  4. Málsnúmer 2013060022.
    Bréf fræðslustjóra varðandi beiðni um stuðning fyrir börn í Leikskóla Seltjarnarness, dags. 09.07.2013.
    F&L samþykkir að áfram verði unnið á grundvelli þeirra tillagna sem fræðslustjóri hefur lagt fram og skólanefnd samþykkt fyrir sitt leyti.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:35.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?