476. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 13. júní, 2013 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 13. júní 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Lárus Br.Lárusson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2011080051.
Ferðaþjónusta fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Á fundi stjórnar SSH 3. júní sl. Var fjallað um tillögu verkefnahóps v. undirbúnings útboðs á akstri fyrir fatlað fók að fyrirkomulagi sameiginlegs útboðs á akstrinum. Verkefnahópurinn leggur til að útboð verði haldið í tvennu lagi, fyrst verði haldið forval og síðan útboð meðal þeirra sem valdir verða eftir forvalið.
F&L samþykkir að unnið verði áfram í samræmi við tillögu verkefnahópsins. -
Málsnúmer 2013030049.
Bréf Ultra Mega Technobandið, dags. 27.03.2013, beiðni um styrk.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. -
Málsnúmer 2012090084.
Málstefna sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2013060003.
Urtagarður í Nesi.
Bréf frá stjórn Urtagarðsins í Nesi dags. 28.05.2013, um að skipa fulltrúa í stjórn Urtagarðsins í Nesi. F&L samþykkir að Margrét Pálsdóttir formaður umhverfisnefndar verði fulltrúi bæjarins í stjórn Urtagarðsins í Nesi. -
Málsnúmer 2013050049.
Árshlutauppgjör skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2013.
Lagt fram þriggja mánaða uppgjör 2013. -
Málsnúmer 2013040016.
Bréf Ungmennafélags Íslands UMFÍ dags. 02.04.2013.
Lagt fram. -
Fjárstreymisyfirlit janúar-mars 2013.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir fjárstreymisyfirliti fyrir janúar – mars 2013 og samanburð við fyrra ár.Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:55.