Miðvikudaginn 26. júní 2013, kl. 12:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
GM ritaði fundargerð.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2013060024.
Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013.
Lagt fram, bæjarstjóra falið að senda erindið á alla sviðstjóra. -
Málsnúmer 2013060036.
Bréf Brunabót, dags. 11.06.2013, varðandi styrktarsjóð EBÍ 2013.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2013060048 og 2013060032.
Bréf sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju dags. 12.06.2013, varðandi bílastæði og merkingar.
Lagt fram, bæjarstjóra falið að skoða málið. -
Málsnúmer 2013060040.
Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma 2012.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2013010055.
Hrólfsskálamelur 1-7.
Lagt fram tilboð, F&L felur fjármálastjóra að skoða forsendur tilboðsins -
Málsnúmer 2013050045.
Starfsmannamál.
GS og ÓT mættu á fund nefndarinnar undir þessum lið.Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir málinu. F&l vísar erindinu til bæjarstjóra.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 13:06.