475. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness þriðjudaginn 28. maí, 2013 kl. 08:00.
Þriðjudaginn 28. maí 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2013050021.
Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra.
Félagsmálastjóri mætti á fund nefndarinnar og fór í gegnum tillögu að hækkun á gjaldskrá. F&L vísar tillögu félagsmálastjóra til næstu fjárhagsáætlunargerðar. -
Málsnúmer 2013050024.
Íþróttafélagið Grótta.
Íþróttafulltrúi mætti á fund F&L og fylgdi eftir minnisblaði sínu varðandi beiðni Íþróttafélagsins Gróttu um eingreiðslu styrk fyrir árið 2013.
F&L samþykkir eingreiðslustyrk til Gróttu kr. 5.000.000,-
F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 5.000.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. -
Málsnúmer 2013050048.
Hreystivöllur við Valhúsaskóla.
Fræðslufulltrúi mætti á fundinn og fylgdi eftir minnisblaði varðandi uppsetningu á hreystivelli við Valhúsaskóla. F&L tekjur jákvætt í erindið og samþykkir erindið.
F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 4.200.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. -
Málsnúmer 2013040049.
Gangstéttaútboð fyrir sumarið 2013.
Fjármálastjóri fór yfir tilboðin sem bárust. F&L samþykkir að taka lægsta tilboðinu frá Stjörnugarði kr. 46.923.600.-, að því gefnu að það uppfylli innkaupareglur Seltjarnarnesbæjar. Ef viðkomandi uppfyllir ekki áðurnefnd skilyrði verður farið niður lista bjóðanda. -
Málsnúmer 2013050042.
Smábátahöfn.
Bæjarverkfræðingur mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim möguleika að klára hafnargarð við smábátahöfnina. F&L samþykkir fyrir sitt leyti að fara í þessa framkvæmd og vísar erindinu til skipulagsnefndar til að samþykkja framkvæmdarleyfi og umhverfisnefndar til umsagnar.
F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 2.800.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. -
Málsnúmer 2013050051.
Drög að samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Lögð voru fram og kynnt drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar. F&L samþykkir drögin og vísar þeim til fyrri umræðu til bæjarstjórnar. -
Málsnúmer 2013050041.
Bréf Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins dags. 17.05.2013, varðandi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem vakin er athygli á eftirfarndi bókun frá fundi stjórnar SHS frá 17. maí sl. er varðar stöðu sjúkraflutninga.
,,Stjórn SHS harmar að ekki sé búið að ganga frá formlegum samningi um þetta mikilvæga öryggismál á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir samkomulag þar um, sem fulltrúar SHS og VEL skrifuðu undir, eftir mikla undirbúnings- og samningavinnu. Að mati stjórnarinnar er það óásættanlegt þegar fagráðuneyti gengur frá samkomulagi, í þessu tilfelli velferðarráðuneytið, að málið skuli ekki vera afgreitt hjá fjármálaráðuneytinu”.
F&L tekur undir sjónarmið í bókun stjórnar Slökkviliðsins. -
Málsnúmer 2013030007.
Bréf Reykjavíkurborgar varðandi aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, dags. 02.05.2013.
F&L felur bæjarstjóra að senda inn athugasemdir m.v. umræður á fundinum. -
Málsnúmer 2013050031.
Mat á áhrifum fjárfestingar við byggingu hjúkrunarheimilis.
Lögð fram skýrsla um mat á áhrifum fjárfestingar við byggingu hjúkrunarheimilis og rekstur þess á fjárhag sveitarfélagsins með vísan til 66. gr. Sveitarstjórnarlag nr. 138/2011. -
Málsnúmer 2013050029.
Bréf frá Hjúkrunarheimlinu EIR dags. 15.05.2013.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2013050025.
Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga dags. 11.05.2013.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2013020016.
Bréf Innanríkisráðuneytinu dags. 3.05.2013 þar sem ráðuneytið staðfestir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Seltjarnarneskaupstað sbr. 29. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Lagt fram. - Málsnúmer 2013050004.
Bréf ÓSK dags. 3.05.2013 beiðni um styrk vegna útgáfu bókar um suðvesturhorn Íslands..
F&L samþykkir kr. 30. þús. styrk. -
Málsnúmer 2013050002.
Bréf Leikhóps Lottu dags. 3.05.2013 beiðni um styrk.
F&L samþykkir kr. 30. Þús. styrk. -
Málsnúmer 2013040048.
Bréf Málræktarsjóðs dags. 22.04.2013.
F&L samþykkir að tilnefna Soffíu Karlsdóttur í fulltrúaráð Málræktarsjóðs. -
Málsnúmer 2013040043.
Bréf Icefitness ehf. dags. 24.04.2013 beiðni um styrk.
F&L samþykkir kr. 75.þús. styrk. -
Málsnúmer 2013050047.
Beiðni um námsstyrk.
F&L samþykkir að veita námsstyrki til IÓÞ og EÓ samkvæmt umræðum á fundinum..
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:00.