471. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 4. apríl, 2013 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 4. apríl 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2011020048.
Valhúsaskóli viðhaldsframkvæmdir.
Tilboð í viðhaldsframkvæmdir vegna Valhúsaskóla.
Fimm tilboð bárust, F&L leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lægsta tilboðið í verkið frá Stálvík kr. 66.767.301.- sjá minnisblað frá VSÓ ráðgjöf dags. 20.3.2013, að því gefnu að það uppfylli innkaupareglur Seltjarnarnesbæjar. - Málsnúmer 2013030044.
Skipulagsskrá fyrir Umönnunar- og hjúkrunarheimlið EIR.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012090001.
Bréf Sorpu bs. dags. 14.03.2013 varðandi ársreikninga Sorpu fyrir árið 2012 og uppgjör vegna reksturs endurvinnslustöðva árið 2012.
Lagt fram. - Málsnúmer 2013040015.
Lúðrasveit Seltjarnarness 45 ára.
Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið. - Málsnúmer 2012110014.
Ungmennahús.
Bæjarstjóri kynnti tillögur. Samþykkt að veita aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 1.800.000,-. Bæjarstjóra falið að vinna áfram með málið.
F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 1.800.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. - Málsnúmer 2013010055.
Hrólfsskálamelur 1-7.
Tvö tilboð bárust í lóðina. Málinu frestað til næsta fundar. - Málsnúmer 2013040008.
Bréf Skíðasambands Íslands dags. 19.03.2013 varðandi aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram. - Málsnúmer 2013010057.
Seltirningabók.
Samþykkt að fara í verkefnið.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:05.