Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

14. mars 2013
470. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 14. mars, 2013 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 14. mars 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Baldur Pálsson sat fund undir lið 1.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013030014.
    Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2013-2014.
    Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir reiknilíkani, F&L samþykkir forsendur líkansins og vísar því til skólanefndar.
  2. Málsnúmer 2013030006.
    Tillaga verkefnahóps SSH um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar.
    F&L samþykkir fyrir sitt leyti tillögu starfshóps sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlegar bakvaktir barnaverndar.
  3. Málsnúmer 2013030011.
    Ársreikningur Strætó fyrir árið 2012.
    Lagður fram.
  4. Málsnúmer 2013020015.
    Bréf Strætó bs. dags. 04.02.2013 vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar fyrir árið 2014.
    Lagt fram.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
    Fundi slitið kl. 08:35.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?