470. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 14. mars, 2013 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 14. mars 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Baldur Pálsson sat fund undir lið 1.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2013030014.
Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2013-2014.
Baldur Pálsson fræðslustjóri gerði grein fyrir reiknilíkani, F&L samþykkir forsendur líkansins og vísar því til skólanefndar. - Málsnúmer 2013030006.
Tillaga verkefnahóps SSH um sameiginlega bakvakt vegna barnaverndar.
F&L samþykkir fyrir sitt leyti tillögu starfshóps sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlegar bakvaktir barnaverndar. - Málsnúmer 2013030011.
Ársreikningur Strætó fyrir árið 2012.
Lagður fram. - Málsnúmer 2013020015.
Bréf Strætó bs. dags. 04.02.2013 vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar fyrir árið 2014.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:35.