467. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 24. janúar, 2013 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 24. janúar 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Árni Einarsson vék af fundi undir lið 7.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2012120037.
Bréf Sorpu bs. Varðandi starfsreglur stjórnar Sorpu, dags. 19.12.2012.
Lagt fram. - Málsnúmer 201301002.
Bréf AÞÞ dags. 28.12.2012 .
Lagt fram. - Málsnúmer 2012120033.
Bréf Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar dags. 13.12.2012.
Varðandi sameining Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Seltjarnarness þann 1. janúar 2013.
Lagt fram. - Málsnúmer 2013010052.
Bréf KHJ, dags. 08.01.2013 varðandi hundahald.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012110071.
Bréf Samkeppniseftirlitsins dags. 29.11.2012, varðandi kynning á tilmælum til sveitarfélaga að gæta að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera.
Lagt fram. - Málsnúmer 2013010042.
Bréf Lyfjafræðisafns dags. 14.01.2013.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012120036.
Bréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur dags. 19.12.2012, beiðni um styrk.
Krabbameinsfélagið sækir um styrk til áframhaldandi fræðsluverkefna félagsins.
Samþykkt kr.100.000.-. - Málsnúmer 2012090086
Bréf SSH varðandi rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2013, dags. 10.12.2012.
F&L samþykkir tillögu stjórnar SSH um kostnaðarskiptingu og rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins á árinu 2013. - Málsnúmer 2013010054.
Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dags. 18.01.2013 þar sem stjórn SHS hefur fyrir sitt leyti á 118. fundi samþykkt gjaldskrá breytingu fyrir slökkviliðið.
F&L samþykkir gjaldskrá breytingu SHS. - Málsnúmer 2012110061.
Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dags. 18.01.2013 um fjármögnun byggingar nýrrar slökkvistöðvar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ.
Áætlaður kostnaðar, um 508 mkr. miðað við vísitölu janúar 2013 yrði fjármagnaður með auknu stofnframlagi sveitarfélaganna, sem samþykkt var á fundi F&L í 30.11.2012. Hinn helmingurinn með lántöku í samræmi við 16. gr. stofnsamnings SHS, dags. 31.05.2000.
F&L samþykkir heimild fyrir lántöku í samræmi við 16. gr. stofnsamnings SHS, dags. 31.05.2000.
Áður samþykkt aukið stofnfé til SHS fasteigna samþykkt af F&L 30.11.2012. - Málsnúmer 2012110028.
Bréf stjórnar Snorrasjóðs vegna beiðni um styrk fyrir Snorraverkefnið sumarið 2013 .
Samþykkt 100.000.-. - Málsnúmer 2013010056.
Hrólfsskálamelur 2, tilboð í íbúð 010101-2314080.
Tilboði hafnað, fjármálastjóra falið að svara erindinu. - Málsnúmer 2013010055.
Hrólfskálamelur 1-7, tilboð í lóð.
Tilboði hafnað, fjármálastjóra falið að svara erindinu. - Málsnúmer 2013010051.
Bréf fræðslustjóra dags.18.01.2013, beiðni um aðgengi að notkun samskiptamiðla í Grunnskóla Seltjarnarness.
Samþykkt. - Málsnúmer 2012020082.
Norddjobb sumarstörf 2013.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. - Ný bæjarmálasamþykkt.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun bæjarmálasamþykktar bæjarins, í samræmi við ný lög er tóku gildi 1. janúar 2012. - Málsnúmer 2012110037.
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 09.11.2012 varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum B-deild 2011-2012 hjá sveitarfélögum.
Lagt fram, bæjarstjóri upplýsti um stöðu bæjarins varðandi þetta erindi. - Málsnúmer 2012120018.
Virkni og vinna, átak til atvinnu 2013.
Bæjarstjóri upplýsti um stöðuna hjá bænum. - Málsnúmer 2011100066.
Heimili Hofgarðar 16.
Samþykkt að bæjarstjóri skrifi undir viljayfirlýsingu. - Málsnúmer 2011060039.
Þjónustusamningur við SÁÁ.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. - Málsnúmer 2012110006.
Seltirningabók.
F&L tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til næsta fundar; fjármálastjóra falið að vinna áfram með málið. - Málsnúmer 2013010049.
Bréf frá Félagi heyrnarlausra, beiðni um styrk.
F&L sér sig ekki fært að verða við málinu. - Útkomuspá fyrir 2012
Bæjarstjóri kynnti drög.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:20.