466. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 30. nóvember, 2012 kl. 08:15
Föstudaginn 30. nóvember 2012, kl. 08:05 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu og Þórður Ólafur Búason, skipulagsfulltri
sem sat undir liðum 6 og 7.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2012110064.
Bréf Björgunarsveitinni Ársæli dags. 20.11.2012, vegna flugeldasölu fyrir áramót.
Björgunarsveitin Ársæll sækir um leyfi til að reka sölustað við Suðurströnd 7 fyrir flugeldasölu. Tímabilið 1.12.2012-10.01.2013. Samþykkt. - Málsnúmer 2012110065.
Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla.
Bréf fræðslustjóra dags.26.11.2012, varðandi niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla, tillaga samþykkt á fundi skólanefndar 21.11.2012.
Endurskoðuð gjaldskrá miðað við samþykktar reglur, samþykkt frá 1. janúar 2013. - Málsnúmer 2010080021.
Fulltrúaráð Hjúkrunarheimilisins Eirar.
Tilnefning ÞE og PIJ í fulltrúaráð, óbreytt hjá minnihluta, samþykkt. - Málsnúmer 2012110061.
Aukið stofnfé til SHS fasteigna.
Bréf Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra dags. 23.11.2012 ásamt viðauka um tillögu stjórnar SHS um að auka stofnfé til SHS fasteigna.
F&L samþykkir aukningu stofnfjár að fjárhæð kr. 14.469.000.- sem greiða á fyrir ármót. Fjármálastjóra falið að útbúa viðauka við fjáhagsáætlun. - Málsnúmer 2012110006.
Bréf Starfsmannafélags Seltjarnarnesbæjar dags. 28.11 um kaup á orlofshúsi.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. - Viðgerð á Eiðistorgi
Byggingafulltrúi upplýsti fundarmenn um stöðu mála. - Staðsetning Hjúkrunarheimilis
F&L vísar til skipulags- og mannvirkjanefndar, framkomnum athugasemdum.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:05.