465. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 22. nóvember, 2012 kl. 08:15
Fimmtudaginn 22. nóvember 2012, kl. 08:15 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Gestir undir lið 1 voru: Björn Hafsteinn Halldórsson framkvstj. Sorpu og Oddný
Sturludóttir, formaður stjórnar Sorpu.
Fyrir var tekið:
- Bygging gasgerðarstöðvar.
Kynning.
Stjórnarformaður Sorpu og framkvæmdastjóri mættu á fund F&L og kynntu áform um byggingu gasgerðarstöðvar, einnig var kynnt rekstraráætlun Sorpu til næsta árs og áætlun til næstu fimm ára. F&L þakkar þeim fyrir greinagóða kynningu. - Málsnúmer 2012110039.
Þjónustukönnun á endurvinnslustöðvum 2012.
Niðurstöðvar þjónustukönnunar sem framkvæmd var á endurvinnslustöðvum Sorpu á liðnu sumri, lögð fram. - Málsnúmer 2012110014.
Ungmennaráð Seltjarnarness.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og falið að vinna áfram með málið m.v. umræður á fundinum. - Málsnúmer 2012090014.
Staðarval fyrir urðunarstað.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu. - Málsnúmer 2012110009.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 26.10.2012, varðandi verkferla við hundaeftirlit.
F&L vísar málinu til skjalastjóra og garðyrkjustjóra. - Málsnúmer 2011100066.
Heimili Hofgarðar 16.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og því frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:05.