Fimmtudaginn 23. ágúst 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir, Árni
Einarsson boðaði forföll.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Málsnúmer 2012070032/228.9.
Bréf fræðslustjóra varðandi beiðni um stuðning fyrir börn í Leikskóla Seltjarnarness, dags. 27.07.2012.
F&L samþykkir að áfram verði unnið á grundvelli þeirra tillagana sem fræðslustjóri hefur lagt fram og skólanefnd samþykkt fyrir sitt leiti.
-
Málsnúmer 2012040003/222.0.
Bréf fræðslustjóra varðandi úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness v. Skólaársins 2012-2013.
F&L samþykkir viðbótarúthlutun fyrir árið 2012-2013.
-
Málsnúmer 2011090082.
Lögð fram tilboð í lagfæringar á þaki Eiðistorgs frá VSÓ ráðgjöf dags. 14.08.2012. Tvö tilboð bárust:
Vörðufell kr. 51.653.308.-
Spöng kr. 46.255.301.-
F&L samþykkir að taka lægsta tilboð frá Spöng að fjárhæð kr. 46.255.301.-.
-
Bréf Sorpu dags. 18.07.2012.
Upplýsingar frá Birni H. Halldórssyni framkvæmdastjóra Sorpu bs á því ferli sem fyrirhugað er vegna staðarvals á nýjum urðunarstað.
-
Málsnúmer 2010020100.
Þjónustukort.
F&L samþykkir að hætta úthlutun þjónustukorta frá 01.01.2013.
-
Málsnúmer 2012060097.
Bréf Fjárlaganefndar Alþingis varðandi fjárlagagerð næsta árs, dags. 18.06.2012.
Lagt fram, F&L vísar bréfinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
-
Málsnúmer 2011090077.
Bréf Umhverfisráðuneytisins varðandi landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024, dags. 15.06.2012.
Lagt fram
-
Málsnúmer 2012030015.
Framkvæmd jafnréttisáætlunar bæjarins, minnisblað frá Jafnréttisnefnd bæjarins.
Frestað til næsta fundar.
-
Málsnúmer 2012070008.
Bréf Ástráðs, forvarnarstarfs læknanema varðandi beiðni um styrk, dags. 03.07.2012.
F&L samþykkir 50.þús. króna styrk.
-
Málsnúmer 2012070005.
Ársreikningur skíðasvæðanna vegna ársins 2011 og útkomuspá vegna ársins 2012.
Lagt fram.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:25.