456. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness þriðjudaginn 29. maí, 2012 kl. 16:15.
Þriðjudaginn 29. maí 2012, kl. 16:15 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2012020079.
Útboð sorphirðu.
Tilboð bárust frá Íslenska gámafélaginu hf. kr. 20.835.372,- og Gámaþjónustan hf. kr. 17.121.676,-.Stefán Eiríkur bæjarverkfræðingur gerði grein fyrir útboðinu. F&L samþykkir að taka tilboði Gámaþjónustunnar hf. í sorphirðu á Seltjarnarnesi.
- Málsnúmer 2012050021.
Styrktarsjóður EBÍ 2012.
Bréf til kynningar á styrktarsjóði EBÍ lagt fram.
- Málsnúmer 2012050022.
Bréf frá Leikfélaginu Snúður og Snælda varðandi styrk, dags. 21. Maí 2012.
F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:19