457. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 5. júní, 2012 kl. 16:15.
Miðvikudaginn 5. júní2012, kl. 16:15 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
-
Minnisblað fræðslustjóra varðandi umsóknir í Leikskóla Seltjarnarnes haustið 2012.
Bæjarstjóri og fræðslustjóri gerðu grein fyrir málinu. Málið rætt. F&L vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í skólanefnd.
-
Málsnúmer 2011110010.
Minnisblað fræðslustjóra varðandi starfsmannakostnað.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 937.500.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.
-
Staða verkefnahópa SSH.
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra SSH dags. 31.05.2012 um stöðu einstakra verkefnahópa í dag.
-
Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 25.05.2012 varðandi ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að senda afrit af bréfinu til félagsmálastjóra og íþróttafulltrúa.
-
Málsnúmer 2012060001.
Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma 2011.
Lagður fram.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 16:55