Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

02. maí 2012

454. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 2. maí, 2012 kl. 08:00.

Miðvikudaginn 2. maí 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.

Ennfremur sátu fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2012050008. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar árið 2011.
    Á fund F&L kom Auðunn Guðjónsson endurskoðandi frá KPMG og gerði grein fyrir endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2011.
  2. Málsnúmer 2007090029. Lækningaminjasafn.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir drög bæjarstjóra að bréfi til menntamálaráðuneytisins.
  3. Málsnúmer 2011020045.
    Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Breytingartillaga og umhverfismat til samþykktar sbr. 3.mgr. 23. gr. og sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Aukning byggingarmagns Holtsgöng. Stofnbraut felld út.
    F&L vísar erindinu til S&M.
  4. Málsnúmer 2012030038.
    Bréf Listahátíðarnefndar kirkjunnar varðandi listahátíð 2012 dags. 17.04.2012.
    Samþykkt 300 þús.
  5. Málsnúmer 2012040036.
    Stefnumótun stjórnar Sorpu bs. vegna Metan hf.
    Lagt fram.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:25

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?