452. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 28. mars, 2012 kl. 08:00.
Miðvikudaginn 28. mars 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
- Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2012020029.
Deiliskipulag á Bygggarðasvæði: Opnun tilboða í deiliskipulag svæðisins.
Eftirfarandi tilboð bárust í deiliskipulag svæðisins.
VA arkitektar kr. 5.350.000,-
Kanon arkitektar kr. 5.960.000,-
ASK arkitektar kr. 8.157.500,-
F&L samþykkir að fela skipulagsstjóra að ræða við lægstbjóðanda um gerð samnings um framkvæmd verksins. - Málsnúmer 2012030036.
Bréf frá stjórn Selkórsins varðandi styrk, dags. 18.03.2012.
Samþykkt kr. 300.þús. - Málsnúmer 2012030023.
Ársreikningur Sorpu bs. fyrir árið 2011.
Lagður fram. - Málsnúmer 2012030026.
Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi aðalfund dags. 06.03.2012.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012030027.
Bréf frá Í þínum sporum dags. 14.03.2012 átak stöndum saman gegn einelti. Samstarfsverkefni Fjármála-, Mennta- og menningarmála- og Velferðarráðuneytis.
Lagt fram og vísað til sviðstjóra til frekari kynningar. - Málsnúmer 2012030017.
Bréf SÞÁ beiðni um styrk til heimildarmyndar, dags. 07.03.2012 .
Samþykkt kr. 300.þús. - Málsnúmer 2012030013.
Ársreikningur Strætó bs. 2011.
Lagður fram. - Málsnúmer 2012030034.
Bréf frá Úlfur og Útidúr varðandi styrk, dags. 21.03.2012.
Samþykkt kr. 150 þús. - Málsnúmer 2012030011.
Verkfallslisti skv. 5.-8. tl. 19.gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Lagður fram.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:26