Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

12. apríl 2012

453. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 12. apríl, 2012 kl. 11:00.

Fimmtudaginn 12. apríl 2012, kl. 11:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson og Margrét Lind Ólafsdóttir. Guðmundur Magnússon boðaði forföll. Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Fyrir var tekið:
  2. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar árið 2011.
    Á fund F&L kom Auðunn Guðjónsson frá KPMG og Auður Daníelsdóttir aðalbókari.
    Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2011, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
    F&L samþykkir reikninginn samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 er undirritaður og er tilbúinn til endurskoðunar og til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er 17. apríl 2012.
  3. Málsnúmer 2011090057.
    Lagður fram samningur um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem byggir á ákvæðum nýrra skipulagslaga.
    F&L samþykkir tillöguna með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.
  4. Málsnúmer 2011070006
    Lagður fram samningur milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga innan SSH um 10 ára tilraunaverkefni til eflingar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
    F&L samþykkir samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og vísar honum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013.
  5. Málsnúmer 2012030040.
    Bréf Innanríkisráðuneytisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins dags. 21.03.2012.
    Lagt fram.
  6. Málsnúmer 2012040017.
    Bréf frá Landey varðandi Hrólfsskálamel 10-16, dags. 10.04.2012.
    Bæjarstjóra falið að svara erindinu. F&L fellur frá forkaupsrétti.
  7. Málsnúmer 2012040003.
    Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2012-2013.
    BP gerði grein fyrir reiknilíkani, F&L samþykkir forsendur líkansins og vísar því til skólanefndar.
  8. Málsnúmer 2012030033.
    Bréf Mörkin lögmannsstofa hf., dags. 12.03.2012.
    Bæjarstjóri kynnti drög að svarbréfi, F&L samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfinu. Fulltrúi minnihlutans sat hjá við afgreiðslu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?