453. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 12. apríl, 2012 kl. 11:00.
Fimmtudaginn 12. apríl 2012, kl. 11:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Lárus B. Lárusson og Margrét Lind Ólafsdóttir. Guðmundur Magnússon boðaði forföll. Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson boðaði forföll.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Fyrir var tekið:
- Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar árið 2011.
Á fund F&L kom Auðunn Guðjónsson frá KPMG og Auður Daníelsdóttir aðalbókari.
Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2011, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
F&L samþykkir reikninginn samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 er undirritaður og er tilbúinn til endurskoðunar og til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er 17. apríl 2012. - Málsnúmer 2011090057.
Lagður fram samningur um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sem byggir á ákvæðum nýrra skipulagslaga.
F&L samþykkir tillöguna með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013. - Málsnúmer 2011070006
Lagður fram samningur milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga innan SSH um 10 ára tilraunaverkefni til eflingar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
F&L samþykkir samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og vísar honum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013. - Málsnúmer 2012030040.
Bréf Innanríkisráðuneytisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins dags. 21.03.2012.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012040017.
Bréf frá Landey varðandi Hrólfsskálamel 10-16, dags. 10.04.2012.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu. F&L fellur frá forkaupsrétti. - Málsnúmer 2012040003.
Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2012-2013.
BP gerði grein fyrir reiknilíkani, F&L samþykkir forsendur líkansins og vísar því til skólanefndar. - Málsnúmer 2012030033.
Bréf Mörkin lögmannsstofa hf., dags. 12.03.2012.
Bæjarstjóri kynnti drög að svarbréfi, F&L samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfinu. Fulltrúi minnihlutans sat hjá við afgreiðslu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:15