450. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 26. janúar, 2012 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 26. janúar 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2012010058.
Bréf frá Icefitness ehf. Varðandi styrk vegna ,,Skólahreysti 2012“ móttekið 23.01.2012.
Samþykkt 50.000.- - Málsnúmer 2012010041.
Bréf Sorpu bs varðandi rekstraráætlun fyrir árin 2013-2017, dags. 16.01.2012.
Lögð fram. - Málsnúmer 2012010063.
Rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 20.01.2012.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnisblaði stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins til sveitarfélaganna um áætlaðan kostnað að fjárhæð 13,0 mkr vegna opnunar skíðasvæðis í Skálafelli. F&L tekjur jákvætt í tillögu um opnun skíðasvæðis í Skálafelli enda verði tillaga um opnun samþykkt í öðrum sveitarfélögum sem aðild eiga að skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. - Málsnúmer 2011120050.
Bréf frá Krabbameinsfélagi Íslands dags. 16.12.2011 beiðni um stuðning fyrir árið 2012.
Samþykkt 100.000.- - Málsnúmer 2011120059.
Jarðefnanámur í norðurhlíðum Vífilsfells.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, málið er enn til athugunar hjá SSH og þeim verkefnahóp er kom að málinu. - Málsnúmer 2012010070
Kynning á könnun meðal íbúa Seltjarnarnesi
Fulltrúi Capacent Vilborg Helga Harðardóttir mætti á fundinn og kynnti niðurstöður könnunarinnar sem gerð var í október 2011. F&L þakkar Vilborgu fyrir greinargóða kynningu. - Málsnúmer 2012010068.
Innleiðing á framtíðarfyrirkomulagi við söfnun úrgangs.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir að vísa til bæjarstjóra að halda áfram að vinna að undirbúningi innleiðingar á flokkun heimilissorps með tveggja tunnu kerfi. - Málsnúmer 2011120061.
Samgöngukort, vistvænar samgöngur upplýsingar frá Strætó bs.
Lagt fram. - Málsnúmer 2012010071.
Sérákvæði Starfsmannafélags Seltjarnarness við Fjárhags- og launanefnd.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir að fela bæjarstjóra að segja upp ákvæðum við Starfsmannafélag Seltjarnarness frá 1. febr. 2012. - Málsnúmer 2011120058.
Framtíðarhópur SSH nr. 4 Innflytjendur, dags. 12.12.11.
F&L tekur undir niðurstöður starfhópsins um nauðsyn á samráði sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um málefni innflytjenda, samræmingu á reglum um túlkaþjónustu og aukinni samvinnu varðandi sérfræðiþjónustu. F&L leggur til að hópurinn innan SSH skoði nánar hvernig samvinna aðila yrði útfært. - Málsnúmer 201110013.
Bréf Hagstofu Íslands varðandi upplýsingar vegna manntals og húsnæðistals 2011, dags. 06.01.2012.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir framkvæmd mann- og húsnæðistals og sagði frá samstarfi við hagstofu Íslands vegna málsins. - Málsnúmer 2012010049.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðskrár Íslands varðandi birtingu álagningu fasteignagjalda á Íslandi.is dags. 23.12.11.
F&L lýsti yfir ánægju með frumkvæði Þjóðskrár Íslands um birtingu álagningarseðla vegna fasteignagjalda á vefsíðunni Island.is
F&L samþykkir tillögu bæjarstjóra að jafnframt verði gjaldendum sendur álagningarseðill í bréfpósti eins og verið hefur. - Málsnúmer 2012010049.
Viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir afsláttakjörum til elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota fyrir árið 2012. F&L samþykkir eftirfarandi reglur um viðmiðunarfjárhæðir vegna lækkunar eða niðurfellingu fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega. - Málsnúmer 2012010035.
Samstarfssamningur um uppbyggingu og þróun vefkerfis undir heitinu ,,Skólavogin“, dags. 22.12.2011.
F&L samþykkir að Seltjarnarnesbær gerist samstarfsaðili að verkefninu með áritun á viðauka samkvæmt 2.tl. samstarfssamnings. - Málsnúmer 2011010089.
Beiðni BÁ um niðurfellingu á fasteignagjöldum.
GL gerði grein fyrir málinu. F&L sér sig ekki fært að verða við beiðninni. - Málsnúmer 2011100009.
Fuglaskoðunarskýli á Seltjarnarnesi á Vestursvæðum.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. - Þróun atvinnuleysis fyrir árið 2011.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. - Málsnúmer 2011030032
Endurbygging bryggju út í Gróttu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu, F&L tekjur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 09:37