449. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 8. desember, 2011 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 8. desember 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.
Fyrir var tekið:
- 3ja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2013-2015 lögð fram.
Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. - Málsnúmer 20111000045.
Bréf frá Stjórn Reykjanesfólkvangs varðandi framtíð Reykjanesfólkvangs dags. 15.11.2011.
Fulltrúi stjórnar Reykjanesfólkvangs mættu á fund F&L til að ræða framtíð Reykjanesfólkvangs einnig sátu fulltrúar umhverfisnefndar bæjarins og garðyrkjustjóri.
F&L vil þakka stjórn Reykjanesfólkvangs fyrir góða yfirferð yfir málaflokkinn. - Stofnsamningur Sambands orkusveitarfélaga.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir að gerast stofnfélagi að nýju sambandi orkusveitarfélaga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar. - Málsnúmer 2011010057.
Lögð fram greinargerð rýnihóps um byggingarform á Hrólfsskálamel 1-7.
Davíð G. Gíslason og Páll Á. Guðmundsson mættu og gerðu grein fyrir niðurstöðu hópsins. - Málsnúmer 2011120015.
Bréf frá Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 02.12.2011. Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjárvarútvegsráðherra.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011110013.
Bréf Hagstofu Íslands dags. 02.11.2011 um töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011.
F&L tekur jákvætt í beiðni Hagstofu Íslands. - Málsnúmer 2011120007.
Bréf Ungmennafélags Íslands dags. 29.11.2011 þar sem fram koma tillögur sem samþykktar voru á 47. Sambandsþingi Ungmennafélags Íslands sem haldið var í Menningarhúsinu Hofi 15. – 16. Október sl.
Lagt fram og vísað til ÍTS og skólanefndar. - Málsnúmer 2010020084.
Erindi frá SSH varðandi tillögu um heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, dags. 06.12.2011.
F&L samþykkir tillögu stjórnar SSH að sem fyrst verði hafist handa við heildarendurskoðun á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið í samræmi við tillögur stýrihópsins frá 25.11.2011. F&L samþykkir að verkefnið verði vistað hjá SSH í samræmi við tillögur stýrihópsins og að stýrihópnum verði falið að starfa áfram til að halda utan um verkefnið f.h. sveitarfélaganna. - Málsnúmer 2010060013.
Beiðni um stuðning við nemendur í Leikskóla Seltjarnarness dags. 27.10.2011.
F&L samþykkir beiðnina skólaárið 2011-2012. - Lækningaminjasafn.
Safnstjóri mætti á fund nefndarinnar til að ræða fjárhagsáætlun ársins 2012, almennar umræður um framtíð safnsins. - Málsnúmer 2011120030.
Umsókn um námsstyrk til Seltjarnarnesbæjar
F&L samþykkir beiðnina fyrir skólaárið 2011-2012. Starfsmaður fær greidd dagvinnulaun miðað við starfshlutfall þann tíma sem hann sækir staðbundið nám í viðkomandi skólastofnun sem að jafnaði er a.m.k. ein vika á hverri önn. Laun eru ekki greidd þann tíma sem viðkomandi starfsmaður er í starfs-/vettvangsnámi.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10:10