Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

01. desember 2011

448. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 1. desember, 2011 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 1. desember 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2011110053.
    Tillaga að gjaldskrá fyrir bókasafnið fyrir árið 2012, dags. 30.11.2011.
    Ný gjaldskrá: Lánþegakort kr. 1.600,-, ljósrit A-4 kr. 30,-, ljósrit A-3 kr. 50,- símtal kr. 30,-, plastpokar kr. 20,-, Dagsektir: Bækur kr. 30,-, myndbönd kr. 350,- Hámarkssekt á gagn kr. 550,- á myndbönd kr. 1.300,-. Hámarkssekt á einstaklings kr. 4.000,- Nýtt skýrteini, glatist það kr. 600,-
    Samþykkt og taki gildi frá 1. janúar 2012.
  2. Málsnúmer 20111000045.
    Bréf frá Stjórn Reykjanesfólkvangs varðandi framtíð Reykjanesfólkvangs dags. 15.11.2011.
    F&L felur bæjarstjóra að boða fulltrúa stjórnar Reykjanesfólkvangs og umhverfisnefnd bæjarins á fund nefndarinnar.
  3. Málsnúmer 2011100066. Bréf varðandi stofnun sjálfseignarstofnunar, heimilis fyrir einhverfa, dags. 25.10.2011.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. F&L felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
  4. Málsnúmer 201110054.
    Bréf frá Neytendasamtökunum beiðni um styrk vegna ársins 2012, dags. 24.11.2011.
    Samþykkt.
  5. Umsókn Rauðaljónsins um veitingaleyfi lögð fram.
    Lagt fram og vísað til bæjarstjórnar
  6. Málsnúmer 2011050027.
    Erindi frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs varðandi eignarhald á þeim fasteignum sem áður voru í eigu Framkvæmdasjóðs fatlaðra.
    Bæjarstjóri kynnti málið, F&L tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.
  7. Mæðrastyrksnefnd.
    Bæjarstjóri upplýsti að ekki yrðu send út jólakort í ár heldur andvirði þess notað til að styrkja Mæðrastyrksnefnd.
    Samþykkt.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:48

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?