448. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 1. desember, 2011 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 1. desember 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2011110053.
Tillaga að gjaldskrá fyrir bókasafnið fyrir árið 2012, dags. 30.11.2011.
Ný gjaldskrá: Lánþegakort kr. 1.600,-, ljósrit A-4 kr. 30,-, ljósrit A-3 kr. 50,- símtal kr. 30,-, plastpokar kr. 20,-, Dagsektir: Bækur kr. 30,-, myndbönd kr. 350,- Hámarkssekt á gagn kr. 550,- á myndbönd kr. 1.300,-. Hámarkssekt á einstaklings kr. 4.000,- Nýtt skýrteini, glatist það kr. 600,-
Samþykkt og taki gildi frá 1. janúar 2012. - Málsnúmer 20111000045.
Bréf frá Stjórn Reykjanesfólkvangs varðandi framtíð Reykjanesfólkvangs dags. 15.11.2011.
F&L felur bæjarstjóra að boða fulltrúa stjórnar Reykjanesfólkvangs og umhverfisnefnd bæjarins á fund nefndarinnar. - Málsnúmer 2011100066. Bréf varðandi stofnun sjálfseignarstofnunar, heimilis fyrir einhverfa, dags. 25.10.2011.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu og málið rætt. F&L felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. - Málsnúmer 201110054.
Bréf frá Neytendasamtökunum beiðni um styrk vegna ársins 2012, dags. 24.11.2011.
Samþykkt. - Umsókn Rauðaljónsins um veitingaleyfi lögð fram.
Lagt fram og vísað til bæjarstjórnar - Málsnúmer 2011050027.
Erindi frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs varðandi eignarhald á þeim fasteignum sem áður voru í eigu Framkvæmdasjóðs fatlaðra.
Bæjarstjóri kynnti málið, F&L tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið. - Mæðrastyrksnefnd.
Bæjarstjóri upplýsti að ekki yrðu send út jólakort í ár heldur andvirði þess notað til að styrkja Mæðrastyrksnefnd.
Samþykkt.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:48