446. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness föstudaginn 4. nóvember, 2011 kl. 08:00.
Föstudaginn 4. nóvember 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson
fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.
Fyrir var tekið:
- Málsnúmer 2011110007.
Bréf áhugahóps um stofnun félags til að byggja upp öflugan leigumarkað, dags. 18.10.2011.
Lagt fram. - Málsnúmer 20111000050.
Bréf SSH varðandi tillögur verkefnahóps um mögulegt samstarf um rekstur og kynningu um menntamál og sérfræðiþjónustu í skólum, dags. 06.10.2011.
F&L vísar erindinu til skólanefndar til umfjöllunar. - Málsnúmer 2011110008.
Bréf Kvenfélags Seltjarnarness um styrk 2012 dags. 31.10.2011.
F&L samþykkir kr. 150.000.-. - Málsnúmer 2011100062.
Beiðni um athugasemdir við frumvarpsdrög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000., dags. 20.10.2011.
F&L vísar erindinu til umsagnar Skipulags- og mannvirkjanefndar og Umhverfisnefndar. - Málsnúmer 2011100065.
Bréf Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands EBÍ varðandi ágóðahlutagreiðslur vegna ársins 2011.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011100038.
Bréf Strætó bs. varðandi vinnu við leiðakerfisbreytingar 2012, dags. 14.09.2011.
F&L gerir engar athugasemdir við tillögu sviðstjóra Einars Kristjánssonar hjá Strætó bs. - Málsnúmer 2011100042.
Drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun skíðasvæðanna fyrir árið 2012.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011100061.
Bréf Umhverfisstofnunar um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd dags. 19.10.2011.
F&L tilnefnir Stefán Eirík Stefánsson veitustjóra.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 08:25