Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

25. ágúst 2011

441. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 25. ágúst, 2011 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 25. ágúst 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir. Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar

Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.

Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 4.

Fyrir var tekið:

Bréf sem borist hafa frá :

  1. Fjármálastjóra gerði grein fyrir sumarstarfi ungs fólks í sumar
    GLsagði frá að að um 380 ungmenni sóttu um störf á vegum bæjarins í sumar að ýmsum hreinsunarverkefnum í bænum, viðhaldi og sérverkefnum.

  2. Staða framkvæmda.
    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu helstu framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun 2011.
  3. Málsnúmer 2011080122
    Bréf hagsmunanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands varðandi afslátt í sund, dags. 28.07.2011.
    F&L vísar bréfinu til nánari athugunar bæjarstjóra
  4. Fræðslufulltrúi BP fór yfir drög að reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun.
    Baldur fór yfir framlögð drög og vakti athygli á þeim breytingum sem þau fela í sér

  5. Málsnúmer 2011070076. Bréf frá Umhverfisráði Vinnuskólans í Reykjavík dags. 15.07.2011 varðandi umhverfisvæns lífstíls. Lagt fram.
  6. Málsnúmer 2011080121
    Lagt fram drög að samstarfsyfirlýsingu við Grund hjúkrunarheimili. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir samstarfsyfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana.
  7. Málsnúmer 2011070066.
    Bréf frá Landvernd, dags. 11.07.2011 varðandi leiðbeinendanámskeið Vistvernd í verki. 
    Lagt fram.
  8. Málsnúmer 2011070067.

    Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 04.07.2011, varðandi styrktarsjóð EBÍ og fulltrúaráðsfund EBÍ.
    Lagt fram.

  9. Málsnúmer 2011070007.
    Bréf umhverfisráðherra dags. 30.06.2011, varðandi þátttöku ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október nk.
    Lagt fram.
  10. Málsnúmer 2011080107.
    Bréf Ungmennafélags Íslands UMFÍ dags. 15.08.2011, varðandi forvarnarmál.
    Lagt fram.
  11. Breyttur opnunartími skrifstofu bæjarins.

    Breyttur opnunartími skrifstofu samþykktur frá 1. október 2011 sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00. Föstudaga frá kl. 08.00-14:00

  12. Málsnúmer 2011060057.
    Erindi frá ER dags. 26.06.2011, varðandi sorphirðugjöld. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.
  13. Málsnúmer 2011060041. 
    Bréf frá Leikhópnum Lottu dags. 21.06.2011.Lagt fram.
  14. Málsnúmer 2011020076.
    Bréf frá Golfklúbbi Ness dags. 15.02.2011 varðandi Daltjörn.

    Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

  15. Málsnúmer 2011040038.

    Kvörtun ÓM til Persónuverndar dags. 05.04.2011. Persónuvernd hefur úrskurðað í máli fyrrverandi starfsmanns sveitarfélags um aðgang hans að tölvupósti sínum. Aðgangurinn tengdist málaferlum hans við sveitarfélagið. Fyrir lá að til þess að skoða póstinn yrði að komast á netþjón sveitarfélagsins. Var það niðurstaða Persónuvernd að það væri eðlileg öryggisráðstöfun hjá sveitarfélaginu að maðurinn gæti ekki gert það einsamall.

  16. Málsnúmer 2010110005.

    Beiðni frá Norðurpólnum listafélagi F&L samþykkir eingreiðslu til félagsins kr.300.000,-

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?