441. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 25. ágúst, 2011 kl. 08:00.
Fimmtudaginn 25. ágúst 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir. Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar
Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 4.
Bréf sem borist hafa frá :
-
Fjármálastjóra gerði grein fyrir sumarstarfi ungs fólks í sumar
GLsagði frá að að um 380 ungmenni sóttu um störf á vegum bæjarins í sumar að ýmsum hreinsunarverkefnum í bænum, viðhaldi og sérverkefnum. - Staða framkvæmda.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu helstu framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun 2011. - Málsnúmer 2011080122
Bréf hagsmunanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands varðandi afslátt í sund, dags. 28.07.2011.
F&L vísar bréfinu til nánari athugunar bæjarstjóra -
Fræðslufulltrúi BP fór yfir drög að reglum um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun.
Baldur fór yfir framlögð drög og vakti athygli á þeim breytingum sem þau fela í sér - Málsnúmer 2011070076. Bréf frá Umhverfisráði Vinnuskólans í Reykjavík dags. 15.07.2011 varðandi umhverfisvæns lífstíls. Lagt fram.
- Málsnúmer 2011080121
Lagt fram drög að samstarfsyfirlýsingu við Grund hjúkrunarheimili. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir samstarfsyfirlýsingu og felur bæjarstjóra að undirrita hana. - Málsnúmer 2011070066.
Bréf frá Landvernd, dags. 11.07.2011 varðandi leiðbeinendanámskeið Vistvernd í verki.
Lagt fram. -
Málsnúmer 2011070067.
Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. 04.07.2011, varðandi styrktarsjóð EBÍ og fulltrúaráðsfund EBÍ.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011070007.
Bréf umhverfisráðherra dags. 30.06.2011, varðandi þátttöku ungmenna í VII. Umhverfisþingi 14. október nk.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011080107.
Bréf Ungmennafélags Íslands UMFÍ dags. 15.08.2011, varðandi forvarnarmál.
Lagt fram. -
Breyttur opnunartími skrifstofu bæjarins.
Breyttur opnunartími skrifstofu samþykktur frá 1. október 2011 sem hér segir: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00. Föstudaga frá kl. 08.00-14:00
- Málsnúmer 2011060057.
Erindi frá ER dags. 26.06.2011, varðandi sorphirðugjöld. Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu. - Málsnúmer 2011060041.
Bréf frá Leikhópnum Lottu dags. 21.06.2011.Lagt fram.
-
Málsnúmer 2011020076.
Bréf frá Golfklúbbi Ness dags. 15.02.2011 varðandi Daltjörn.Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
-
Málsnúmer 2011040038.
Kvörtun ÓM til Persónuverndar dags. 05.04.2011. Persónuvernd hefur úrskurðað í máli fyrrverandi starfsmanns sveitarfélags um aðgang hans að tölvupósti sínum. Aðgangurinn tengdist málaferlum hans við sveitarfélagið. Fyrir lá að til þess að skoða póstinn yrði að komast á netþjón sveitarfélagsins. Var það niðurstaða Persónuvernd að það væri eðlileg öryggisráðstöfun hjá sveitarfélaginu að maðurinn gæti ekki gert það einsamall.
-
Málsnúmer 2010110005.
Beiðni frá Norðurpólnum listafélagi F&L samþykkir eingreiðslu til félagsins kr.300.000,-
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:15