440. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness þriðjudaginn 21. júní, 2011 kl. 08:00.
Þriðjudaginn 21. júní 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind
Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Snorri Aðalsteinsson
Félagsmálastjóri, Stefán Eiríkur Stefánsson sat fundinn undir lið 1. og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.
Bréf sem borist hafa frá :
- Málsnúmer 2011010096.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins kynnir drög að áhættumati fyrir Seltjarnarness og samantektina fyrir höfuðborgarsvæðið sem unnið hefur verið að í vetur.
F&L þakkar Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðsstjóra greinargóða kynningu. - Málsnúmer 2011060005.
Bréf frá ÞKÞ dags. 24.05.2011 varðandi beiðni um styrk fyrir Iðju/dagvist á Siglufirði.
Samþykkt kr. 50. þús. - Málsnúmer 2011050041.
Bréf frá Icefitness ehf., dags. 18.05.2011 varðandi beiðni um styrk fyrir verkefnið „Skólahreysti“.
Samþykkt kr. 50. þús. - Málsnúmer 2011060025.
Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) 2010.
Lögð fram. - Málsnúmer 2011060026.
Bréf frá Vegagerðinni dags. 09.06.2011 varðandi vinnusvæðamerkingar í þéttbýli.
Orðsending nr. 02/2011 um vinnusvæðamerkingar og févíti samkvæmt reglugerð nr. 492/2009 lögð fram og vísað til meðferðar bæjarverkfræðings. - Málsnúmer 2009010091.
Fyrirspurn varðandi lóð 117-499, Neströð 7.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. - Málsnúmer 2011040042.
Bréf Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn dags. 15.04.2011 varðandi skólabókasöfn í landinu. Lagt fram. - Félagsmálastjóri gerði grein fyrir þróun atvinnuleysis, fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta undanfarna mánuði.
- Bréf Óbyggðanefndar dags. 05.05.2011 varðandi mörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem til meðferðar eru hjá óbyggðanefnd.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. - Bréf frá Landsnet dags. 21.03.2011 varðandi Kerfisáætlun 2010, Orkujöfnuður 2012 og afljöfnuður 2013/14.
Lagt fram. - Málsnúmer 2011050016.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Tónlistarskóla Seltjarnarness skólaárið 2011-2012.
Fjármálastjóri gerði grein fyrir gjaldskránni. F&L samþykkir hana fyrir sitt leyti. - Málsnúmer 2011060039.
Lögð fram drög að þjónustusamningi við SÁÁ, samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann kt. 671077-0169.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir samningum. F&L samþykkir að bæjarstjóri vinni áfram að málinu. - Lögð fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árin 2010.
- Lagt fram til kynningar vinnuskjal til leiðbeiningar vegna niðurlagningar starfa við stofnanir Seltjarnarnesbæjar.
- Málsnúmer 2011060040.
„Meðan fæturnir bera mig.“
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu.
Samþykkt að styrkja um kr. 50. þús. - Félagsmálastjóri gerði grein fyrir stöðu á húsnæði Sæbraut 2.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 9:35